Miðvikudagur 29. nóvember 2023

Ragnar Þór Jóhannsson kosinn formaður Farsæls

13.10.2020

Aðalfundur Farsæls var haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja 28. september sl.  Mikill áhugi var fyrir fundinum sem sýndi sig best í að um tveir þriðju félagsmanna voru mættir.
Í upphafi fundar upplýsti Hrafn Sævaldsson formaður Farsæls um að hann væri ekki lengur smábátaeigandi og hefði því ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Hrafn gerði það að tillögu sinni að ný stjórn yrði skipuð með eftirfarandi hætti:
Ragnar Þór Jóhannsson formaður og gjaldkeri
Halldór Alfreðsson ritari
Ólafur Már Harðarson
Haraldur Hannesson varamaður í stjórn
Stjórnin fékk rússneska kosningu.
Fundarmenn þökkuðu Hrafni fyrir hans kröftuga innlegg í þágu smábátaeigenda.
Auk Hrafns gaf Jóel Andersen ekki kost á sér, en Jóel hefur setið í stjórn Farsæls frá 1996, þar af var hann formaður 1999-2018.  Þau ár sem Jóel var formaður Farsæls var hann jafnframt í stjórn LS.
Ályktanir fyrir 36. aðalfund LS
  • Aðalfundur Farsæls leggur til að strandveiðar verði leyfðar frá og með 1. apríl ár hvert.
  • Aðalfundur Farsæls hafnar hugmyndum um opnun milli svæða á strandveiðum
  • Aðalfundur Farsæls leggur til að hætt verði að innheimta sérstakt gjald vegna strandveiða. Greidd eru veiðigjöld af veiddum afla og því ekkert tilefni til að innheimta sérstakt gjald, enda er almennt ekki greitt sérstakt gjald vegna veiðileyfa.

Greint er frá þessu á vef Landsambands smábátaeigenda

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is