Ragnar Bjarnason látinn

Ragn­ar Bjarna­son, einn ást­sæl­asti söngv­ari þjóðar­inn­ar, er lát­inn 85 ára að aldri. Hann lést í gær­kvöldi á líkn­ar­deild Land­spít­al­ans.

Ragn­ar fædd­ist í Reykja­vík árið 1934 og var son­ur hjón­anna Bjarna Ein­ars Böðvars­son­ar, hljóm­sveit­ar­stjóra og stofn­anda og fyrsta for­manns FÍH, og Láru Ingi­bjarg­ar Magnús­dótt­ur, sem var ein fyrsta dæg­ur­laga­söng­kona lands­ins og söng í kór­um í 40 ár.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ragn­ars er Helle Birt­he Bjarna­son. Börn Ragn­ars eru Bjarni Ómar Ragn­ars­son, Kristjana Ragn­ars­dótt­ir og Henry Lár­us Ragn­ars­son.

Fer­ill:
Þrátt fyr­ir að Ragn­ar, eða Raggi Bjarna, eins og hann var alltaf kallaður, hafi verið fræg­ast­ur fyr­ir söng­inn og sungið fram á síðasta dag, þá hóf hann fer­il sinn sem tromm­ari á ung­lings­aldri sem spilaði bæði með RSD-Trió­inu og hljóm­sveit föður síns. Hann trommaði einnig með Hljóm­sveit Stef­áns Þor­leifs­son­ar 1952, með harmoniku­leik­ar­an­um Rúti Hann­es­syni, og með Hljóm­sveit Árna Ísleifs­son­ar á Röðli 1954.

Ragn­ar söng fyrst op­in­ber­lega með Sig­urði Ólafs­syni og hljóm­sveit föður síns í Útvarps­sal 1950, með tríói á Hót­el KEA 1952-53, Hljóm­sveit Guðmund­ar R. Ein­ars­son­ar 1953, gömlu­dansa­hljóm­sveit Jos­efs Felzm­an í Tjarn­arca­fé 1954, dix­ie­land-hljóm­sveit­inni ,,All­ir edrú“ Hljóm­sveit Svavars Gests 1955 og 1956, var fast­ur söngv­ari KK-sex­t­etts­ins 1956-59, með Hljóm­sveit Björns R. Ein­ars­son­ar á Hót­el Borg, var fast­ur söngv­ari með Hljóm­sveit Svavars Gests 1960-63 og starfaði á Norður­lönd­un­um með Kristni Vil­helms­syni og sænsk­um hljóðfæra­leik­ur­um.

Hljóm­sveit Ragn­ars Bjarna­son­ar skemmti á héraðsmót­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á lands­byggðinni, 1966-71. Hann fékk Ómar Ragn­ars­son og fleiri í lið með sér, en þeir Ómar stofnuðu síðan Sum­argleðina sem fór á hverju sumri um landið við feiki­leg­ar vin­sæld­ir 1972-86. Frá 1980 var Sum­argleðin einnig hald­in í Reykja­vík á haust­in og stund­um fram í des­em­ber, fyrst á Sögu og síðan á Broadway. Helstu kapp­ar henn­ar voru Ragn­ar og hljóm­sveit, Ómar Ragn­ars­son, Bessi Bjarna­son, Karl Guðmunds­son eft­ir­herma, Magnús Ólafs­son, söng­kon­urn­ar Þuríður Sig­urðardótt­ir og Sigrún Hjálm­týs­dótt­ir, Halli og Laddi, Her­mann Gunn­ars­son og Þor­geir Ástvalds­son.

Ragn­ar ók leigu­bíl um langt ára­bil, starf­rækti bíla­leigu 1995-2004, var bíla­sali hjá Sveini Eg­ils­syni og Fiat­um­boðinu, rak um tíma sölut­urn í Breiðholt­inu, var dag­skrár­gerðarmaður á Ef­femm 95,7, og síðar á Aðal­stöðinni, var með Þórska­ba­rett í Þórskaffi, söng með Smell­um í Dans­hús­inu Glæsi­bæ og söng við eig­in pí­anó­leik.

Sum­argleðin kom aft­ur sam­an 1994 og hélt fjölda skemmt­ana á Hót­el Íslandi. Þá kom Ragn­ar oft fram með Millj­óna­mær­ing­un­um og tók upp lög með þeim: „Svo höf­um við Þor­geir Ástvalds­son skemmt sam­an við ýmis tæki­færi í tíu ár – og erum enn að – aldrei betri.“

Plöt­ur:
Ragn­ar söng inn á sína fyrstu plötu 1954 og söng síðan inn á níu 78­snún­inga plöt­ur á veg­um Sig­ríðar Helga­dótt­ur, Tónika-út­gáf­unn­ar og Fálk­ans. Hann söng inn á fjölda lít­illa platna á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um, en gerði sína fyrstu lang­spils­plötu 1971 þar sem hann söng eigið lag við ljóð Steins Stein­ars, Barn. Hann hef­ur samið nokk­ur lög í gegn­um tíðina en lítið haldið þeim á lofti. Hann stofnaði RB Hljóm­plöt­ur 1999 og hef­ur gefið út þó nokkr­ar plöt­ur síðan, s.s. Ragn­ar Bjarna­son – Hin hliðin, 2001; Vertu ekki að horfa, 2004, af­mæl­isút­gáfu sem seld­ist í ríf­lega tíu þúsund ein­tök­um; Með hang­andi hendi, 2005; Vel sjóaður, 2006, Gleðileg jól með Ragga Bjarna, 2007, ný jóla­lög eft­ir Ragn­ar, Þor­geir Ástvalds­son og Gunn­ar Þórðar­son, og Lög­in sem ekki mega gleym­ast, 2008.

Í til­efni 80 ára af­mæl­is Ragga Bjarna gaf Sena svo út þriggja diska al­búm, Raggi Bjarna 80 ára. Þar er að finna 20 af vin­sæl­um lög­um Ragn­ars, 20 dú­etta og 20 lög sem höfðu ekki komið út áður á geisladisk­um.

Viður­kenn­ing­ar:
Ragn­ar fékk sér­staka viður­kenn­ingu Stjörnu­messu DV og Vik­unn­ar 1980 sem söngv­ari árs­ins í 30 ár; hlaut heiður­sverðlaun Íslensku tón­list­ar­verðlaun­anna 1994; var sæmd­ur gull­merki FÍH 2004; var sæmd­ur fálka­orðunni 1.1. 2005, út­nefnd­ur Borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur 2007 og hlaut sér­staka viður­kenn­ingu frá Breiðholts­sam­tök­un­um sem skemmtikraft­ur um ára­bil, 2007. Þá fékk Ragn­ar heiðurs­laun lista­manna, sam­kæmt til­lögu alls­herj­ar- og mennta­mál­nefnd­ar Alþing­is, árið 2019.

Greint er frá þessu á vef mbl.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search