Ragnar á Látrum fer yfir spíramálið þegar 9 dóu á Þjóðhátíð

„Ég hef um nokkurra ára skeið aflað heimilda um þennan atburð og  m.a. tekið viðtöl við á annan tug Vestmannaeyinga, sem enn mundu þennan atburð og gátu sagt frá sinni upplifun, þó langt væri um liðið. Í fyrirlestrinum fer ég yfir atburðarrásina og hvernig fólk brást við þessum hörmulega atburði,“ segir Ragnar Jónsson læknir, Jóns og Klöru á Látrum um fyrirlestur sem hann heldur í Einarsstofu klukkan 13.00 á morgun,laugardag.

Í fyrirlestrinum fjallar Ragnar um spíramálið í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð 1943 þegar níu manns létust eftir að hafa drukkið tréspíritus. „Pabbi og Stebbi pól eru að fá sér kaffi inni á skrifstofu heima á Látrum. Þeir tala í hálfum hljóðum sem er óvenjulegt, því báðum liggur hátt rómur. Þegar þeir ræða pólitíkina og bæjarstjórnmálin tala þeir stundum í hálfum hljóðum, en nú heyri ég að það er verið að ræða eitthvað allt annað.

Það er verið að tala um Þjóðhátíð, tréspíra, fólk sem dó og það er talað um menn, sem ég hef ekki heyrt talað um áður. Þegar Stebbi pól er farinn spyr ég mömmu hvað þeir hafi verið að tala um. Ég fæ stutta skýringu frá henni, en henni finnst greinilega óþægilegt að tala um þetta. Mér skilst að á Þjóðhátíðinni 1943 hafi margir dáið eftir að hafa drukkið eitur, þ.e. tréspíra og einn maður hafi orðið blindur,“ segir hann í upphafi fyrirlestursins sem er upplýsandi, ekki
síst fyrir yngra fólk sem veit lítið eða ekkert um þennan hörmungaratburð.

Ragnar Jónsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search