06.04.2020
Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að nemendur í myndlistarvali vinni sjálfstæð verkefni í tímum eftir áramót og sýni svo afraksturinn á vorsýningu í Einarsstofu.
Vegna covid-19 var tekin sú ákvörðun að halda rafræna sýningu með verkum eftir nemendur svo bæjarbúar og aðrir fái að njóta og sjá hvað við eigum efnilega listamenn í okkar röðum.
Njótið og ekki hika við að deila
Þú getur smelt hér til að fara inn á sýninguna
Forsíðumyndina á hann Elliði Snær Gústafsson