Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
GRV

Rafræn foreldraviðtöl gengu vel – 95% foreldra ánægð með fyrirkomulagið

22.10.2020

Í fyrsta sinn í sögu Grunnskóla Vestmannaeyja voru foreldrafundir haldnir eingöngu á rafrænu formi. Tígull heyrði í Önnu Rós skólastjóra og fékk að heyra hvernig gekk.

Þetta gekk allt mjög vel á heildina litið. Þetta var auðvitað í fyrsta sinn sem við vorum með rafræn foreldraviðtöl, svo við þurftum að undirbúa okkur vel. Reynsla okkar af fjarkennslunni í vor kom að góðum notum, bæði fyrir kennara, nemendur og foreldra. Flestir höfðu notað áður þau forrit sem nýtt voru í viðtölin.
Guðbjörg Guðmannsdóttir verkefnastjóri í upplýsingatækni var kennurum innan handar í undirbúningi, hún gerði leiðbeiningar fyrir foreldra og studdi vel við bakið á kennurunum ásamt stjórnendum.
Við sendum út könnun á foreldra og umsjónarkennara í kjölfarið af viðtölunum og fengum um 200 svör frá foreldrum.
Það voru tæp 95% foreldra sem voru jákvæð eða mjög jákvæð (75% mjög jákvæð) þegar spurt var um upplifun þeirra af viðtölunum.
Einnig svöruðu foreldrar því að leiðbeiningar frá skólanum hafi verið skýrar (75%) og um 66% væru til í að nýta sér rafræna foreldrafundi í framtíðinni.
Upplifun kennara var líka mjög góð, viðtölin voru skilvirk og góð, en kannski ekki eins persónuleg. Þetta er án efa möguleiki sem hægt verður að nýta meira í skólastarfinu.
Við lærðum heilmikið af þessu, þetta styrkti kennarana okkar enn frekar í notkun á tækninni. Þetta gefur til dæmis meiri möguleika á því að báðir foreldrar geti verið viðstaddir foreldraviðtal þó þeir séu ekki endilega á sama stað þegar viðtalið fer fram og foreldri og nemandi ekki endilega á sama stað,  þetta var eitt af því sem við gátum nýtt okkur í viðtölunum núna.
Þetta var spennandi verkefni, sem gekk vonum framar.
Við erum þakklát foreldrum fyrir samvinnuna og jákvæðnina og eins og fyrr segir, er þarna kominn nýr möguleiki í samskiptum heimilis og skóla sem eru svo mikilvæg segir Annar Rós að lokum.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021
Ör hugvekja á síðasta sunnudegi kirkjuársins

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is