Miðvikudagur 29. nóvember 2023

Rafíþróttir sameina ungmenni á tímum heimsfaraldurs!

Árlegt rafíþróttamót Samfés og Félkó fór fram á netinu á föstudaginn og voru samtals 350 þátttakendur á aldrinum 13-25 ára af öllu landinu skráðir til leiks. Við óskum öllum þátttakendum og sigurvegurum mótsins til hamingju með spennandi og skemmtilegt mót. Það er óhætt að segja að það sé gríðarlegur vöxtur í faglegu rafíþróttastarfi á vettvangi aðildarfélaga Samfés á landsvísu. 

Það var frábært að sjá unga fólkið sameinast á stafrænum leikvelli rafíþrótta þvert á landshluta og aldurshópa. Við hjá Samfés, landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa viljum þakka félagsmiðstöðvum Kópavogs, RLÍS (Rocket League Ísland), RÍSÍ (Rafíþróttasamtök Íslands), mótsstjórum og okkar styrktaraðilum fyrir samstarfið á mótinu.

Úrslit mótsins :

 

Fortnite

  1. Sæti – DabbiTTV frá Ekkó, Kópavogi
  2. Sæti – Sopeyy frá NFB, Reykjavík
  3. Sæti – Balli frá Þebu, Kópavogi

Counter Strike: Global Offensive

  1. Sæti – Team Egilsstaðir frá Nýung, Egilsstöðum
  2. Sæti – Þór Junior frá Tróju, Akureyri

3.-4. Sæti – Team Ekkó frá Ekkó, Kópavogi og 3hunna frá MK, Kópavogi

Rocket League

  1. Sæti – KR white frá Tíunni, Reykjavík
  2. Sæti – Blue Steel frá Molanum og Jemen, Kópavogi

3.-4. Sæti – Verið frá Verinu, Hafnarfirði og Arnton frá Pegasus, Kópavogi

League of Legends

  1. Sæti – Team Disciples frá NFB, Reykjavík
  2. Sæti – Team Mysterii frá Holtinu, Reykjavík
  3. Sæti – Team Anonymous frá NFB, Reykjavík

 

Mótið er haldið af Samfés, landssamtökum félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og Félkó, félagsmiðstöðvar í Kópavogi.

Fulltrúi sigurliðs í CS GO mótinu. Hann var á Akureyri. Hinir á Egilsstöðum
Mynd tekin í Svítunni félagsmiðstöði í Þorlákshöfn
Myndi tekin á Rafíþróttamótinu 2019
Sigurvegarar í CS GO mótinu frá Egilsstöðum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is