Tói Vídó

Ráðherra svarar bréfi bæjarstjóra um úrbætur á varaafli í Vestmannaeyjum

22.04.2020

Bæjarstjóri gerði grein fyrir svarbréfi sem henni barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við bréfi bæjarstjóra um nauðsyn á úrbótum á varaafli í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kom fram að úrbóta er þörf ef ekki eigi að skapast hætta á verulegu efnahagslegu tjóni komi til óveðurs eða annarra aðstæðna þar sem þörf er á varaafli og nokkrar aðgerðir reifaðar.

Í svarbréfi ráðherra er bent á að sumar af umræddum aðgerðum séu komnar í vinnslu að frumkvæði ráðuneytisins, það er um aðkomu Landsnets að lausn málsins og að stofnunin flýti áformum sínum um að koma Vestmannaeyjum í svokallaða N-1 afhendingu á raforku með VME4.

Jafnframt kemur fram í bréfi ráðherra að ráðuneytið muni fylgja eftir gagnvart Landsneti að bæta stöðu færanlegs og staðbundins varaafls í Eyjum eins og áætlanir Landsnet segja til um.

Þá er Vestmannaeyjabæ bent á það að það er ekkert því til fyrirstöðu að bæjarfélagið eigi frumkvæði að tvíhliða samtali við Landsnet um uppbyggingu á varaafli í Vestmannaeyjum.

Bæjarráð þakkar ráðherra svörin og felur bæjarstjóra að kynna helstu hagsmunaaðilum málið.

Hér er hægt að lesa bréf ráðherra í heild sinni.

Forsíðumynd Tói Vídó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search