Ráðherra hvetur til alþjóðasamnings um plast í hafi ​

Brýnt er að ná alþjóðlegu samkomulagi um aðgerðir gegn plastmengun í hafi

Norðurlöndin hafa gert leiðarvísi um mögulegt efni slíks samnings, sem gæti nýst ríkjum heims sem leiðsögn í umfjöllun Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) um aðgerðir til að koma böndum á plastmengun. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra á 5. Umhverfisþingi S.þ. í gær.

Guðmundur Ingi hvatti UNEP til að tryggja að kraftar alþjóðastarfs í umhverfismálum nýttust betur, þannig að þeir skiluðu margþættum ávinningi. Nú væru í gildi samningar um einstök mál, en tryggja þyrfti að verkefni innan þeirra nýttust fleiri markmiðum. Hann tók sem dæmi náttúrulegar lausnir í loftslagsmálum, s.s. með skógrækt, landgræðslu og vernd og endurheimt votlendis. Sagði hann slíkar lausnir draga úr losun og binda kolefni úr andrúmslofti, auk þess að vernda lífríki og hamla eyðimerkurmyndun.

Ráðherra sagði að samstarf ríkja væri mikilvægt, en ekki væri síður brýnt að virkja samfélagsöfl utan ríkisvaldsins. Vakti hann m.a. athygli á þætti trúfélaga, en sl. haust styrkti ríkisstjórn Íslands heimsráðstefnu trúfélaga sem fór fram með rafrænum hætti, en var stýrt úr Skálholti. Sagði hann Ísland vera reiðubúið að vinna að formlegri ályktun um samvinnuvettvang trúfélaga sem vinna að umhverfisvernd á Umhverfisþingi S.þ. á næsta ári.

Græn endurreisn eftir Covid

Umhverfisþing S.þ. (UNEA) er helsti vettvangur ríkja heims til umræðu, ályktana og ákvarðana um hnattræn umhverfismál. Vegna heimsfaraldurs Covid-19 er þetta fimmta þing tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram nú í fjarfundi og lýkur í dag, 23. febrúar. Áformað er að síðari hluti þingsins fari fram í Nairobi í Kenýa í febrúar 2022 og að þá gefist tök á að samþykkja ályktanir og aðgerðir, sem ekki er auðvelt að semja um á fjarfundi með þátttöku 193 ríkja.

Yfirskrift þingsins nú er um þátt umhverfismála í endurreisn eftir heimsfaraldurinn

Sérstök umræða ráðherra og annarra var í dag um það efni, sem Guðmundur Ingi tók þátt í. Hann nefndi þar að í áætlun Íslands væri gert ráð fyrir grænni endurreisn, s.s. með framlögum til innviða til hreinna orkuskipta og náttúrumiðaðra lausna eins og endurheimt votlendis, skógræktar og landgræðslu. Heimsbyggðin hefði brugðist hratt við heimsfaraldrinum, en bregðast þyrfti líka sterkt við vandanum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum og hnignun búsvæða og vistkerfa. Ef við gerðum það ekki mætti búast við vanda sem tæki á sig nýjar birtingarmyndir í áratugi og aldir sem erfitt væri að snúa við.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search