„Ég hlakka mikið til að koma til Eyja og vona að sem flestir gefi sér tíma til að koma og njóta með okkur Qigong lífsorku og gleði“ segir Þorvaldur Qigong leiðari og kennari. „Orkan verður enn magnaðri þegar við tengjumst einstakri náttúru og kraftinum í Eyjum. En Qigong æfingar hafa verið stundaðar í Kína í 5000 ár og eru nú notaðar til að bæta heilsu og létta á heilbrigðiskerfinu þar.
Það er sérstaklega gott við Qigong æfingarnar að þær geta allir stundað. Hver og einn eykur styrk sinn í samræmi við líkamlega getu. En æfingarnar byggja á nærandi öndun, hugleiðslu og hreyfingu. Á meðan við stundum æfingarnar erum við að hreinsa og styrkja hverja frumu líkamans. Njótum hvers andardráttar, hugsum ekkert og fyllum kroppinn okkar af orku og gleði.
Qi (Chi) er hrein og tær orka í allri náttúrunni – frumaflið – lífsorkan. Qigong æfingar og hugleiðsla hafa góð áhrif á líkama og sál, draga úr líkum á kvíða og kulnun. Þær byggja upp jákvætt hugarfar og styrk til að standa óhrædd með okkur í dagsins önn. Ástundun Qigong hefur góð áhrif á samskipti, eykur hugarró og einbeitingu“.
Gunnar Eyjólfsson leikari innleiddi Qigong á Íslandi 1994. Okkar kæra frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti hefur stundað æfingarnar frá þeim tíma. Í umsögn um Þorvald segir hún m.a. ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.
Námskeiðið er haldið laugardaginn 26. október frá 10:00 – 16:00 í Friðarbóli.
Verð 15.900 kr. Innifaldar í verðinu eru allar veitingar yfir daginn, í hádeginu njótum súpu- og salatbarsins á Tanganum.
Nánari upplýsinar veita Hafdís Kristjáns. í síma 863-4224 og Þorvaldur í síma 899-2430 eða senda á netfang thor.ingi.jonsson@gmail.com
Sjá einnig frekari upplýsingar á hér:
Facebook.com/Qigonglifsorka