„Ég er afar þakklátur fyrir frábærar móttökur Eyjamanna í október. Það er því gaman að bjóða tvö námskeið núna, almennt (7. mars) og svo nýtt námskeið (6. mars) tengt þjónandi leiðtogastjórnun og léttar Qigong æfingar sem auka lífsorku og gleði“ segir Þorvaldur Ingi. „Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur og starfsmenn sem vilja stuðla að enn betri samskiptum, auka starfsgleði, árangur og eigin styrk“
Hér eru meiri upplýsingar um námskeiðin sem verða í fallegum sal Friðarbóls
6. mars „Leiðtogastjórnun og lífsorkan“ https://www.facebook.com/events/201474984367981/
7. mars „Qigong – alhliða heilsuefling, heilun og gleði“ https://www.facebook.com/events/1525239700952303/
Qi (Chi) er lífsorkan í öllu sem lifir, tengist himni og jörð. Æfingarnar eru heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orkubrautir líkamans, losa um spennu og næra og styrkja hverja frumu líkamans. Þær byggja upp meiri innri styrk og við verðum óhræddari við að gera það sem okkur langar til – vera góðar og gefandi manneskjur. Qigong æfingar hafa verið iðkaðar í Kína í yfir 5.000 ár.
Einn af þeim meisturum sem Þorvaldur hefur lært hjá er Mantak Chia. Núna 2. mars kom út myndband þar sem rætt er um leiðir til að styrka ónæmiskerfið og minka líkur á að við veikjumst af covic 19 vírusnum, sjá https://www.youtube.com/watch?v=2pjAfhAhkwk Frá mínútu 6 á myndbandinu er farið yfir nokkrar æfingar sem Þorvaldur kennir mun betur á námskeiðinu á laugardaginn.
Meðmæli:
Anna Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari í Vestmannaeyjum – Takk fyrir mig, alveg frábært, mæli með þessu námskeiði ?
Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti hefur stundað æfingarnar frá árinu 1994: ,,Þorvaldur Ingi Jónsson býr yfir einstakri hæfni til að stjórna Qigong æfingum af kunnáttu, festu og þeirri persónulegu útgeislun sem þær krefjast. Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.