27.08.2020
Nú í hádeginu eru Pysjufjöldinn kominn í 2627 og meðal þyngd komin upp í 278 g. Mikill fjöldi er að finnast núna á nóttunni um bæinn af Pysjum. Tígull heyrði af einni fjölskyldu sem fundu 69 pysjur sama kvöldið/nóttina.
Á forsíðumyndinni er hann Þór Albertsson að sleppa einni af 14 Pysjum sem systur hans fundu nóttina áður.