Prótein úr örþörungum, skordýrum og einfrumungum til að mæta sívaxandi próteinþörf í heiminum

NextGenProteins er verkefni til 4ja ára og standa að því 21 samstarfsaðilar frá 10 Evrópulöndum, þar af fjórir þátttakendur frá Íslandi. Verkefnið hlaut styrk upp á 8 milljónir evra úr evrópsku rannsóknaáætluninni Horizon 2020 fyrr á þessu ári, en það hófst formlega í síðustu viku.

Matís ohf. leiðir nýtt evrópskt rannsóknaverkefni, NextGenProteins, þar sem þróa á næstu kynslóðir af matvæla- og fóðurpróteinum með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Verkefnið er liður í þeirri umbyltingu sem þarf að eiga sér stað í matvælaframleiðslu í heiminum á komandi árum til að fullnægja aukinni próteinþörf heimsins á vistvænan máta. 

Aðgengi að hágæða, sjálfbært framleiddum próteinum verður sífellt takmarkaðra vegna fólksfjölgunar, aukins þrýstings á náttúruauðlindir og loftslagsbreytinga. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir próteini á heimsvísu aldrei verið meiri. Til að mæta aukinni eftirspurn verður núverandi próteinframleiðsla að tvöfaldast fyrir árið 2050. Evrópa er ekki sjálfbær þegar kemur að próteinframleiðslu, en 70-80% af fóðurpróteinum álfunnar er innflutt, að mestu frá Suður-Ameríku. Þessi staðreynd hefur beint sjónum að fæðuöryggi og almennri samkeppnishæfni innan Evrópu.

Birgir Örn Smárason hjá Matís, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir hjá Grími kokk og Isaac Berzin hjá Algaennovation.

Mikil þörf á sjálfbærum próteingjöfum

Neikvæð áhrif próteinframleiðslu nútímans eru að mestu leyti tengd verksmiðjubúskap sem orsakar víðtæka losun gróðurhúsalofttegunda, óhóflegri notkun lands og vatns, sem og tap á líffræðilegum fjölbreytileika. Til þess að mæta áætlaðri framtíðareftirspurn eftir próteini munu núverandi framleiðsluaðferðir setja aukinn þrýsting á auðlindir heimsins og leiða til frekari losunar gróðurhúsalofttegunda. Það er því afar mikilvægt að finna og þróa sjálfbæra próteingjafa sem hægt er að framleiða í magni sem mætir vaxandi eftirspurn matvæla- og fóðuriðnaðarins.

NextGenProteins mun þróa framleiðslu þriggja nýrra próteina úr örþörungum, skordýrum og einfrumungum og sannreyna notagildi þeirra í ýmsum matvælum og dýrafóðri. Mikilvægur þáttur við prófanir er að mæta þörfum viðskiptavina og efla traust þeirra á nýjum próteinum. Með því að sýna fram á notagildi næstu kynslóðar próteina – sem framleidd eru með minna álagi á náttúruauðlindir og minni umhverfisáhrifum –  í matvæli og fóður og efnahagslega hagkvæmni þeirra, mun verkefnið verða liður í að styrkja matvælaöryggi og sjálfbærni próteinframleiðslu í Evrópu.

Frekari upplýsingar veitir verkefnstjóri verkefnisins, Birgir Örn Smárason hjá Matís, birgir@matis.is.

Einnig bendum við á vefsíðu verkefnisins www.nextgenproteins.eu.

Grein frá Matís

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is