10.12.2020
Varúð netsvindl
Óprúttnir aðilar eru að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar viðskiptavina.
Alls ekki smella ekki á hlekki sem fylgja þessum póstum og aldrei gefa upp persónulega upplýsingar eða kortanúmer – dæmi um pósta eru hér að neðan.
Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að í dag eigi mjög margir von á sendingum og því mjög mikilvægt að skoða tilkynningar vel og fullvissa sig um að tilkynning sé raunverulega frá Póstinum.
Okkar sendingarnúmer eru 13 stafir, þar af tveir bókstafir fremst og tveir aftast með talnarunu á milli en svindlpóstarnir nú innihalda einmitt slík númer þannig það er enn mikilvægara að skoða vel.
Til að fullvissa sig um að sending sé í kerfi Póstsins er hægt að fara á www.posturinn.is, smella á „Finna sendingu“ og leita þar að sendingarnúmeri eða skrá sig inn á www.minnpostur.is.
Hér eru ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi netsvildl:
Her fyrir neðan má sjá þessa svindl tilkynningu.
