27.11.2020
Vegna slæms veðurs og þar af leiðandi engra siglinga milli lands og eyja í gær og fyrrparts dagsins í dag barst enginn póstur í dag.
En haldið ró ykkar því pósturinn kemur með fyrri ferðini á morgun laugardag og hefur Ingimar hjá póstinum ræst út þrjá bíla til að keyra út pökkum heim til einstaklinga. Þau verða á ferðini milli kl 15:00 og 18:00 um það bil.
Einnig verður hægt að sækja í postboxið góða sem er nýjung hjá Pósthúsinu, þeir sem eiga von á pakka þar fá sms þegar pakkinn er klár.
Hefðbundin opnunartími á pósthúsinu fram að jólum er frá klukkan 10:00 til 17:00.