Pólskur dagur í Vestmannaeyjum – Dagskrá / Polski dzień w Vestmannaeyjar – Program

Tígull tók spjall við Klaudiu fjölmenningarfulltrúa sem segir okkur meira frá pólska deginum:

Vestmannaeyjabær i samstarfi við Pólska sendiráðið í Reykjavík ætla að halda „Pólskan dag“ í fyrsta skipti í Vestmannaeyjum. Viðburður er opinn öllum og hefur það markmið að kynna pólska menningu í eyjum og fá erlenda sem innlenda til að kynnast. Haldið er upp á daginn 22. febrúar í Safnaðarheimili Landakirkju og hefst dagskráin kl. 10:30. Allir Velkomnir!

Í Vestmannaeyjum búa ca. 250 pólverjar og þann 21. febrúar er alþjóðlegur dagur pólska móðurmálsins og okkur fannst tilvalið að hafa pólska daginn strax eftir þann dag. Hátíðin er haldin í Safnaðarheimilinu sem er við Skólaveg. En ef þetta gengur vel reynum við næst að halda pólska daginn næst þegar nær dregur sumri segir, Klaudia fjölmenningarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar.

Hvernig eru pólskar hefðir/menning frábrugðnar þeim íslensku?
Maturinn er klárlega öðruvísi og hægt verður að smakka hann á hátíðinni. Verðum með pierogi (dumplings), súrkálsrétti, súpu, kjöt og eitthvað sætt líka. Hvað varðar hefðir og menningu er Pólland með mjög viðburðaríka sögu og byggist margt í pólskri menningu og hefðum á því. Mjög margir pólskir listamenn hafa komið við sögu og er því mikið til af fallegum pólskum lögum sem við fáum að heyra í útgáfu Frach bræðra á hátíðinni. En annars er líka margt sem er svipað í menningu hér og í Póllandi.


Tóku sendiherrann og konsúllinn strax vel í hátíðina og að koma til Eyja?
Sendiherrann kom tvisvar til Eyja sumarið 2019. Kom fyrst þegar Herjólfur kom til Eyja, hélt ræðu og sá að það voru margir pólverjar hér og vildi leggja meiri áherslu á samskipti sendiráðsins við Eyjar. Seinna kom hann á fund og talaði um áherslur sínar gagnvart pólska samfélaginu og eftir þann fund var ákveðið að bjóða pólskukennslu fyrir börn á miðsstigi í grunnskólanum, þar sem móðurmál barna þarf að vera gott til að geta lært íslensku vel. Sú kennsla gengur vel og skilar góðum árangri og öll gögn sem skólinn hefur fengið til
pólskukennslu eru í boði sendiráðsins. Sendiherranum honum Gerard finnst Vestmannaeyjar mjög fallegur staður og hefur marg oft sagt okkur frá því hvað þetta er yndisleg og falleg eyja. Hann er alltaf ánægður að koma hingað og þegar ég kynnti fyrir honum þennan viðburð tók hann strax vel í hann, kom með fullt af hugmyndum og vildi vera virkur í því að skipuleggja og styrkja og hafa þetta samstarfsverkefni.

Hátíðin er haldin fyrir alla íbúa Vestmannaeyja, sama hvaðan þau koma og hvernig bakgrunn þau eru með. Hátíðin er samstarf Vestmannaeyjabæjar og Sendiráðs Póllands. Pólska samfélagið er oft mjög einangrað og þetta er klárlega tækifæri til að hafa gaman, kynnast menningu, mat og fólki. Við hvetjum alla til að mæta ekki einungis pólverja. Hátíðin fer öll fram á íslensku og pólsku og allir ættu að geta fundið eitthvað fyrir sig. Aðgangur er ókeypis.

Hægt er að ná í dagskránna hér:

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search