Miðvikudagur 24. apríl 2024

Polar Amaroq einskipa í loðnuleit – fyrsta loðnan komin um borð

Sílarvinnslan.is ræddi við Ólaf Sigurðsson, stýrimann á grænlenska skipinu Polar Amaroq, en þá var skipið statt við línuna á milli Íslands og Grænlands í loðnuleit.

Ólafur var fyrst spurður hvort vart hefði orðið við loðnu. „Við erum hérna Grænlandsmegin við línuna og það eina sem við höfum séð núna er smáryk. Við erum bara einir að leita á gríðarlega stóru hafsvæði og vissulega væri betra ef hér væru fleiri skip. Þetta er þolinmæðisverk. Nú er búið að leita í sólarhring en við þurftum að leita hafnar á Akureyri vegna brælu. Við hófum leitina fyrir bræluna og tókum þá fjögur hol. Aflinn var ekki mikill eða 10 til 70 tonn í holi.

Loðnan var fryst um borð og því eru um 110 tonn af frystri loðnu í skipinu. Það er búið að mæla tvær milljónir tonna af loðnu og hún er einhvers staðar. Það er bara tímaspursmál hvenær við rekumst á hana. Menn eru afar bjartsýnir fyrir komandi vertíð en gott væri ef fleiri skip kæmu til leitar,“ segir Ólafur.

Ljósm. Kristján Már Unnarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search