Innihald:
1 pítubrauð ½ -1 kjúklingabringa – skorin í litla bita Grænt salat – því meira því betra 3 þurrkaðar apríkósur – smátt skornar 1-2 msk grískt jógúrt 2-3 msk steinselja – smátt söxuð

Aðferð:
Hér er um að gera að nota kjúklinga-afganga t.d. frá kvöldinu áður. Pítubrauð er opnað með því að skera í tvo helminga og þá ertu með 2 litla vasa eða skera það í efsta meðfram hliðinni og þá ertu með einn djúpan vasa.
Fylltu helminginn af vasanum með salati. Blandaðu afganginum saman og settu í vasan.
Og njóttu.