Hráefni:
2-3 kjúklingabringur
100 g pistasíukjarnar, saltaðar
1/2 tsk cumin
1 tsk kóríander
1 msk sesamfræ
1 egg
hlynsíróp
örlítið salt og pipar
Aðferð:
Byrjið á að mala pistasíukjarnana í matvinnsluvél í grófa mylsnu.
Blandið saman í skál pistasíumylsnunni ásamt sesamfræjum, cumin og kóríander.
Í annarri skál má slá saman eggið. Forhitið air fryer í 200°c. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt til að fá jafnar steikur. Dýfið hverri kjúklingasteik í eggjablönduna og því næst í pistasíumylsnuna.
Úðið örlítið af olíu á kjúklinginn og leggið í air fryer körfuna. Steikið í 8-12 mínútur eða þar til kjarnhitinn í kjötinu nær 70°c.
Blandið saman hlynsírópi og örlitlu af salti og pipar í lítilli skál. Penslið sírópinu á fulleldaðan kjúklinginn áður en borið er fram.
Gott er að bera fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.