Piparkökur
Hráefni:
180 g smjör mjúkt
120 g púðursykur
1 ½ dl síróp
1 egg
1 tsk vanilludropar
½ dl mjólk
390 g hveiti
1 msk kanill
2 tsk malað engiferkrydd
½ tsk múskat
½ negull
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
Aðferð:
Setjið smjörið í hrærivél og þeytið þar til orðið ljósara og loftmikið. Bætið púðursykrinum og sírópinu út í, þeytið þar til létt og ljóst.
Bætið egginu út í og þeytið. Bætið þá vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið.
Setjð hveiti, kanil, engiferkrydd, múskat, negul, matarsóda og salt í skál og hrærið saman. Bætið hveitinu út í eggjablönduna og hrærið varlega saman. Setjið deigið í plastfilmu og kælið í 2 klst inn í ísskáp.
Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir/yfir hita. Fletjið deigið út þar til það er um það bil ½ cm á þykkt. Skerið það út með smákökufomum og fletið á smjörpappír.
Bakið í u.þ.b. 9-10 mín eða þar til brúnirnar á kökunum eru byrjaðar að brúnast.
Kælið og útbúið glassúr.
Glassúr
Hráefni:
300 g flórsykur
2-3 msk mjólk
Aðferð:
Setjið 2 msk mjólk og hrærið saman, ef glassúrinn er of þykkur, bætið þá við þangað til að hann verður þykk fljótandi.
Setjið mjóann og fíngerðan hringlaga sprautustút á sprautupoka og svo er bara að byrja að skreyta.
Hér til hliðar má sjá hugmyndir að skreyttum piparkökum.