Þeir félagar Pétur Steingrímsson og Svavar Steingrímsson fóru í dag eins og svo oft oft áður upp á Heimaklett og tók hann Pétur nokkrar flottar myndir sem okkur hjá Tígli langaði að deila með lesendum okkar. Og það er ótrúlegt að vera vitni af því þegar Svavar flautar á rollunar á Heimaklett og þær koma hlaupandi allt upp í 20 stk til að fá brauð bita, eins og hann Pétur sagði þá myndi ekkert þýða fyrir hann að kalla á eftir þeim, þær hlýða bara Svavari.
Fallegi bærinn okkar Petur vill minn á Lundaballið um aðra helgi. En Bjarneyingar sjá um ballið í ár. Eitthvað skemmtilegt hefur hann Svavar séð í gestabók klettsins. Þær eru fljótar að koma hlaupandi þegar vinurinn flautar á þær, þær vissu að alveg að þær fengju brauðið sitt hjá honum. Steinninn þarna fyrir miðri mynd ( Grettistak ) sendur þarna á lýginni einni saman, ótrúlegt að hann skuli tolla þarna.
