Pasta með kjúklingi
og rjómapestósósu
Hráefni:
2 kjúklingabringur
Ólífuolía
Salt og pipar
1 krukka grænt pestó frá Filippo Berio
1 ½ dl rjómi
1/2 dl rifinn parmesan ostur
8-10 kokteiltómatar
1/2 dl ristaðar furuhnetur
Fersk steinselja eða basilika
Pasta Penne
Aðferð:
Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar.
Steikið þær á pönnu upp úr olíu og saltið og piprið.
Bætið pestóinu saman við. Hellið rjómanum saman við og dreifið parmesan ostinum yfir. Blandið öllu saman. Bætið vatni eða rjóma saman við ef þið viljið hafa sósuna þynnri.
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum.
Skerið tómatana í sneiðar og dreifið yfir kjúklinginn.
Dreifið að lokum furuhnetunum, steinselju eða basiliku og parmesan osti yfir allt saman.