Næstu helgi (2. – 4. október) mun Fimleikafélagið Rán standa fyrir Parkour námskeiði.
Hvað er parkour?
Parkour er íþrótt sem snýst um góðan lífstíl og mikla hreyfingu. Hún á rætur sínar að rekja til Parísarborgar árið 1987 þegar hópur fimleikadrengja hóf að framkvæma æfingar á opnum leikvangi. Hana má stunda hvar sem er og er algengast að fólk stundi íþróttina í þéttbýli. Íþróttin telst ekki hættuleg þrátt fyrir að margar æfingarnar séu mjög áhættusamar. Þetta er eins og með allar aðrar íþróttir, það telst ekki hættulegt ef þú kannt til verka.
Parkour námskeiðin hafa verið eftirsótt og hefur aðsókn aukist verulega samhliða auknum sýnileiki íþróttarinnar á undanförnum árum. Parkour námskeiðin byggjast á því að læra að sneiða fram hjá hindrunum með því að stökkva, klifra og rúlla, ásamt því að beita öðrum aðferðum. Snerpa skiptir sköpum við framkvæmd æfinganna og er ítarlega farið í öll tækniatriði í þeim tilgangi að yfirstíga allar hindranir. Í dag leggja um 200 manns stund á íþróttina hér á landi og fer þeim fjölgandi.