Þriðjudagur 11. júní 2024

Páll Viðar Kristinsson með myndlistarsýningu í Akóges – viðtal

Páll Viðar Kristinnson er fæddur 1964 og uppalinn hér í Eyjum. Tígull heyrði í Páli og fékk aðeins að forvitnast um hann, við gefum Páli orðið:

Foreldrar mínir eru báðir frá Eyjum og mikið handverksfólk. Það má segja að ég hafi fengið listagenin í vöggugjöf því ég man ekki öðruvísi eftir mér en með blýant og blokk í hönd. Oft var það þannig að ef ég fannst ekki þá var ég sennilega bara undir eldhúsborði að teikna. Foreldrar mínri höfðu bæði verið í myndlistarskóla saman þannig það var mikið um myndlist á heimilinu. Tónlist reyndar líka, því það var píanó heima sem ég var farinn að fikta við strax og ég náði upp á nótnaborðið. Þetta tvennt ( myndlistin og tónlistin ) hefur alla tíð spilað stóra rullu í mínu lífi.

Um tvítugt var ég farinn að spila í hljómsveitum og hef eiginlega ekki stoppað síðan. Ég fór í myndlista- og handiðnaðarskóla Íslands 1991 og útskrifaðist úr málaradeild fjórum árum síðar, frábær tími.

Ég hef haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda af samsýningum. Ég hef ekki verið að sinna myndlistinni að neinu ráði lengi en tónlsitin verið númer eitt. Ég flutti til Danmerkur ásamt konu minni Helgu Björk fyrir nokkrum árum og hefur okkur liðið mjjög vel þar. Ég hef samt alltaf verið með annan fótinn hér líka, því ég hef verið að vinna við Hellulagnir hjá Hellugerð Agnars. Mjög flott fyrirtæki og er brjálað að gera. Ég var í Danmörku í allan vetur og ákvað  ég að nota tímann og mála svolítið, sem varð að heilli sýningu sem opnar í AKÓGES í dag fimmtudag klukkan fjögur. Þetta eru akríl og vatnslitamyndir. Allt abstrakt fyrir utan þrjár eða fjórar úteyjamyndir þar sem ég bregð fyrir mig mismunandi stílum.

Ég vonast til að sjá ykkur sem flest kæru eyjamenn og gestir.

Páll Viðar

Sýningin er opin alla helgina frá klukkan 14: 00 til 18:00.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search