Páll Magnússon svarar spurningum Tíguls

Hver er Páll og fyrir hvað stendur hann?

Ég er 67 ára gamall Eyjamaður. Hef starfað við og stjórnað stærstu fjölmiðlum á Íslandi mest alla starfsævina – en var þó alþingismaður núna síðast frá 2016-2021. Tók mér líka um 2ja ára hvíld frá fjölmiðlum til að vinna með Kára Stefánssyni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Stundaði háskólanám í Lundi í Svíþjóð og tók þar fil.kand. gráðu í stjórnmálasögu og hagsögu.

Kvæntur Hildi Hilmarsdóttur og á samtals fjögur börn, sjö barnabörn og einn langafastrák. Núna stend ég stoltur fyrir það að vera í 1. sæti á H-listanum, Fyrir Heimaey, sem býður bæjarbúum upp á Betri Eyjar – fyrir alla!

Hvert er brýnasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar?

Sækja fram á grundvelli þess mikla árangurs sem hefur náðst á nær öllum sviðum síðustu fjögur árin undir styrkri forystu H-listans. Halda áfram að auka og bæta þjónustuna við bæjarbúa; byggja upp innviði til frekari sóknar og halda fast á hagsmunum bæjarfélagsins gagnvart ríkisvaldinu. Áfram verður líka að sýna ábyrgð og öryggi í rekstri en bæjarfélagið hefur verið rekið með afgangi öll fjögur árin á kjörtímabilinu – þrátt fyrir covid-faraldur og loðnubrest í tvö ár.

Okkar áherslur í:

– skólamálum?

Gjaldfrjáls leikskóli fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri – fyrsta skrefið tekið strax í haust; heimagreiðslur fyrir forráðamenn 12-16 mánaða barna sem ekki eru á leikskóla; halda áfram

með rannsóknar- og þróunar-verkefnið Kveikjum Neistann sem miðar að bættri líðan og árangri grunnskólanema; viðhalda snemmtækri íhlutun í leik og grunnskólum; fylgja eftir spjaldtölvuvæðingu GRV; berjast fyrir því að skipstjórnarnám verði flutt til Eyja og hægt verði að stunda stærri hluta vélstjórnarnáms við FÍV; ljúka framkvæmdum í Hamarsskóla og byggja nýjan leikskóla.

– skipulagsmálum?

Bæta aðgengi og skipulag á Básaskersbryggju; íbúakosning um hvort fara eigi í framkvæmdir við nýja hraunið – „Þróunarsvæðið“, skipuleggja lóðir fyrir starfsemi tengda ferðaþjónustu; flýta deili-skipulagi á nýjum svæðum fyrir íbúðabyggð; ljúka við áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í samvinnu við ÍBV; gera 3ja ára áætlun um viðhald, fegrun og umferðarskipulag í miðbænum.

– samgöngumálum?

Fylgja eftir nýju og stórbættu fyrirkomulagi á dýpkun Landeyja-hafnar; lokið verði við síðari hluta úttektar á Landeyjahöfn og í kjölfarið teknar ákvarðanir um endurbætur;

fýsileikakönnun fyrir göng milli lands og Eyja verði lokið; aftur verði tekið upp ríkisstyrkt áætlunarflug sem var fellt niður árið 2010.

– atvinnumálum?

Leggja höfuðáherslu á áframhaldandi gott samstarf og samtal við þær atvinnugreinar sem þegar eru til staðar, m.a. með áframhaldandi þátttöku í markaðsstarfi ferðaþjónustunnar,

ásamt því að styðja við og liðka fyrir hverskonar nýsköpun, sprotafyrirtækjum og frumkvöðlum.

– heilbrigðismálum?

Ráðist verði í sjúkraþyrluverkefnið og þyrlan staðsett í Eyjum yfir veturinn; tryggt verði að sjúkraflutningavél sé staðsett í Eyjum á meðan þyrla er ekki til staðar; yfirstjórn Heilbrigðisstofnunarinnar í Eyjum flytjist aftur til Eyja; tryggja betur grunnrekstur heilsugæslunnar; rekstur hjúkrunarheimila komi aftur til bæjarins með nægilegri fjármögnun.

– málefnum aldraðra?

Vinna heildstæða stefnu í málefnum aldraðra í samráði við þá sjálfa; efla dagdvalar- og heimaþjónustu fyrir eldri borgara og halda áfram Fjölþættri heilsueflingu 65+ (Janusarverkefnið), undirbúa byggingu nýs hjúkrunarheimilis fyrir eldri borgara í samstarfi við ríkið; byggja fleiri þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara.

Ef þið náið hreinum meirihluta hver sest í sæti bæjarstjóra?

Íris Róbertsdóttir.

Getiði hugsað ykkur meirihluta-samstarf með öðru hvoru hinna frambjóðanda ef þið náið ekki hreinum meirihluta?

Já.

Eitthvað að lokum?

Minni bæjarbúa á að eina leiðin til að tryggja að Íris Róbertsdóttir verði áfram bæjarstjóri Vestmannaeyja er að kjósa H-listann. Við vitum vel hvað við höfum – en vitum ekkert hvað við fáum!

Að lokum þetta: 

minna þras – meiri gleði!

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search