Það er óhætt að segja að peyjarnir á Ottó N Þorláksson láti sér ekki leiðast þótt veiðin sé dræm um þessar mundir.
Tígull sló á þráðinn um borð og fékk að heyra hvað þeir væru að bralla. Geiri svaraði og sagði okkur frá því að hann hafi skellt upp skákmóti við mikinn fögnuð áhafnarinnar, það eru 10 af 16 í áhöfninni að taka þátt enn ungu mennirnir spila Fífa í Playstation en eru farnir að sýna skákinni mikinn áhuga.
Þáttökugjald er 1.000 kr þannig að verðlaunafé er 10.000 kr. Menn hafa tekið þessu nokkuð alvarlega, lesa skák bækur og tefla við tölvu, svo þegar menn eru klárir í tafl þá bara pikka þeir í næsta mann og tefla í mótinu. Þetta er mjög gaman og mórallinn virkilega góður um borð. Eyþór Harðarson hjá Ísfélaginu tók vel í að kaupa skákborð handa okkur, rétt eins og annað sem beðið er um til að hafa ofan af mannskapnum. Fyrirmyndar fyrirtæki sem við vinnum hjá segir Geiri að lokum.
Hérna eru svo nokkrar myndir af skákmótinu og einnig af þeim vinna hörku vinnu.