Miðvikudagur 28. febrúar 2024

Óskað var eftir umræðu um stöðu gamla sambýlisins

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs þann 20. janúar lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins þau Gísi Stefánsson og Esther Bergdóttir lögðu fram tillögu um breytingu á dagskrá fundarins. Óskuðu þau eftir að umræða um stöðu gamla sambýlisins að Vestmannabraut 58b og félagslega íbúðakerfisins yrði tekið á dagskrá fundarins.

Formaður bar óskina upp við fundarmenn og var tillögunni hafnað með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Meirhlutinn lagði fram eftirfarandi bókun: „Meirihluti Fjölskyldu og tómstundaráðs getur ekki orðið að ósk minnihlutans að taka umræðu um stöðuna á gamla sambýlinu að Vestmannabraut 58 og stöðuna í tengslum við félaglega leiguíbúðakerfið með afbrigðum á 273. fundi Fjölskyldu og tómstundaráðs vegna þess að málið þarfnast ekki afgreiðslu strax.

Það var fyrirhugað að hafa málið á dagskrá á næsta fundi ráðsins og því sjálfsagt mál að verða við ósk minnihlutans á þeim fundi. Málið er þess eðlis að gæta þarf jafnræðis í að starfsmenn sem og ráðsmenn fái nægan tíma til að safna upplýsingum og koma sér inn í málið.“ undir þetta rita Helga Jóhanna Harðardóttir, Hrefna Jónsdóttir og Hafdís Ásþórsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search