Öryggisstig á sviði bráðaheilbrigðisþjónustu er óásættanlegt og óviðunandi í Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á Velferðarráðuneytið að ganga tafarlaust til aðgerða til að bæta aðgengi að sjúkraflugi og sérhæfðu bráðaviðbragði á einangruðum og afskekktum byggðum.
Öryggisstig á sviði bráðaheilbrigðisþjónustu er óásættanlegt og óviðunandi í Vestmannaeyjum og allt of lengi hefur dregist að gera bragarbót þar á.

Vestmannaeyjar eru fjölmennasti þéttbýliskjarni á landinu þar sem ekki er möguleiki á sérhæfðu bráðaviðbragði sérþjálfaðra lækna og bráðatækna innan 45-60 mínútna og hefur auk þess þá landfræðilegu sérstöðu að aldrei er hægt að flytja sjúklinga landleiðina.


Árið 2010 var aðsetur sjúkraflutninga við Vestmannaeyjar fært til Akureyrar en þá var starfandi svæfinga- og skurðlæknir í Vestmannaeyjum á sólahringsvöktum. Frá þeim tíma hefur orðið mikil aukning á viðbragðstíma sjúkraflutninga samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar sem er fullkomlega óásættanlegt, ekki síst í ljós ákvörðunar heilbrigðisyfirvalda um að skerða verulega bráðaþjónustu í sveitarfélaginu með lokun skurðstofu árið 2013. Álag á sjúkraflutninga hefur á sama tíma vaxið gífurlega á undanförnum árum á landinu öllu eða um 73% frá 2013 m.a. vegna fjölgunar erlendra ferðamanna, skert hefur verið sérhæfð bráðaþjónusta við landsbyggðina og aukning í flutningi sjúklinga af Landspítala.

Rannsóknir hafa sýnt að ef hægt er að veita sérhæfða bráðahjálp innan 30-60 mínútna við alvarleg slys og viss bráð veikindi þá bætir það lífslíkur og langtímahorfur sjúklinga og dregur úr kostnaði vegna langtímaörorku.

Umræða hefur verið innan ráðuneytis um að koma á fót þjónustu með sérstakri sjúkraþyrlu mannaðri með staðarvakt flugmanna og heilbrigðisstarfsmanna sem geta veitt sérhæfða bráðalæknishjálp. Í ágúst 2018 kom út skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins en því miður hafa ekki fylgt aðgerðir í kjölfarið. Bráðnauðsynlegt er að sjúkraþyrluverkefnið fari af stað sem fyrst til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar og tryggt verði að staðsetning þyrlunnar verði í Vestmannaeyjum vegna landfræðilegrar sérstöðu. Tilkoma slíkrar sjúkraþyrlu myndi bæta þjónustu við allt Suðurland verulega. Þetta myndi draga úr álagi og útkallsfjölda sjúkraflugvélar þannig að sjaldnar kæmi til að hún væri boðuð í tvö eða fleiri útköll í einu. Sjúkraþyrlan gæti sinnt stærstum hluta minna bráðra sjúkraflutninga til og frá Vestmannaeyjum og dregið úr álagi á sjúkraflutninga með sjúkrabílum. Ætla má að fjárhagslegur ávinningur á öðrum sviðum verði það mikill að þegar upp er staðið verði jafnvel fjárhagslegur ávinningur af verkefninu.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar því á velferðarráðuneytið að grípa til tafarlausra aðgerða til að bæta aðgengi að sjúkraflugi og sérhæfðu bráðaviðbragði í Vestmannaeyjum og koma á fót þjónustu með staðarvaktarmannaðri sjúkraþyrlu í Vestmannaeyjum. Sömuleiðis að stefna að framtíðarfyrirkomulagi fyrir landið í heild þannig að aðgengi að sérhæfðu bráðaviðbragði með þyrlum eða öðrum hætti verði innan við 45 mínútur fyrir alla landsmenn og gesti þeirra.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Trausti Hjaltason
Helga Kristín Kolbeins
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Íris Róbertsdóttir
Njáll Ragnarsson
Elís Jónsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is