Orkan og Vestmannaeyjar 2.0

Á Orkneyjum norður af Skotlandi búa um 22.000 manns. Þar hefur skoska ríkið og heimafólk, ásamt Evrópusambandinu veitt European Marine Energy Center (EMEC) aðstöðu og stuðning til þess að hugvitsfólk á sviði sjávarfalla- og vindorkuvirkjana geti þróða sína tækni. Fjármögnun verkefnisins hófst upp úr síðustu aldarmótum og byggði í raun frekar á trú en vissu, því tæknin í þessum geira var þá varla neitt á veg komin. Í stuttu máli sagt hafa þær tilraunir sem gerðar hafa verið tryggt það að þau umhverfisvænu og oft færanleg orkuver sem sett hafa verið upp við og á eyjunum anna allri orkuþörf íbúanna og rúmlega það. Það sem tekst að virkja umfram er svo breytt í vetni, flutt í ferjur og í þeim aftur breytt í raforku sem uppfyllir orkuþörf ferjanna á meðan þær liggja við landfestar. Fyrir vikið er eitt hæsta hlutfalla rafbíla á heimsvísu miðað við höfðatölu að finna á Orkneyjum svo dæmi sé tekið. Orkan er hagkvæm og dregið hefur verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Dauðafæri

Ein aðal umræðan fyrir síðustu Alþingiskosningar var hvað ætti að gera við alla grænu, óbeisluðu orkuna sem Ísland býr yfir. Nú er komin ný ríkissjórn þar sem nýtt ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála fer með málaflokkinn. Ég tel orkumálin vera eitt mikilvægasta málið í Eyjum í dag, með okkar eina streng yfir álin og afar takmarkað og gamaldags varaafl, sem engan vegin getur leyst þá orkuþörf sem hér skapast á vertíðum hjá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum ef eitthvað kemur upp á. Við erum því nú í dauðafæri á þessari stundu að kalla eftir framtíðarsýn í þessum málum hér í Eyjum.

Við erum þegar byrjuð

Við höfum þegar tekið eitt risastökk í betri nýtingu á varmaorku hér í Vestmannaeyjum en það er Varmadælustöð HS veitna við Hlíðarveg. Næsta skref hlýtur að vera raforkan sem verður okkur sífellt mikilvægari. Við erum þegar komin framar en Orkneyjar hvað eitt varðar en það er hinn rafdrifni Herjólfur.

Þurfum ekki að finna upp hjólið

Sambærilegt verkefni EMEC verkefninu á Orkneyjum gæti skapað hér það orkuöryggi sem þörf er á í Vestmannaeyjum. Til þess að gæta að vistkerfninu og menningartengdum verðmætum, svo sem úteyjum og fuglalífi sem og með teknu tilliti til þeirra veðurskilyrða sem hér eru, væri eðlilegasta í mínum huga að þau orkuver yrðu valin til verksins væru færanleg. Þau hafa verið þróuð með góðum árangri af aðilum tengdum EMEC og því raunhæfur kostur í dag. Breyta mætti umframorku sem ekki nýtist innanbæjar í vetni sem aftur gæti nýst sem varaafl, eða viðbótarafl þegar sjávarútvegurinn þarf meiri orku. Allt er þetta græn orka sem er þegar í sjónum allt í kringum okkur og ljóst að ávinningurinn að þessu yrði mikill.

Ávinningurinn mikill

Ekki myndi þetta aðeins þýða lækkun raforkuverðs hér sem þykir frekar hátt á landsvísu og auka raforkuöryggi, heldur myndi þetta skapa mikil tækifæri fyrir ferðaþjónustuna sem gæti nýtt sér þetta til að kynna eyjarnar sem einn þær framsæknasta á sviði raforkuframleiðslu. Eyjarnar yrðu enn sjálfbærari og hvatinn til uppbyggingar nýrra atvinnuvega hér yrði meiri. Þetta finnst mér vera Vestmannaeyjar 2.0.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search