Í ljósi stöðunnar í samfélaginu vill Heilsugæslan í Vestmannaeyjum minna á eftirfarandi:
- Það er grímuskylda á öllum okkar starfsstöðvum.
- Við minnum á handþvott og handspritt.
- Fækkum fylgdarmönnum.
- Höldum fjarlægð.
- Styttum tíma sem dvalið er á stöðinni.
- Fólk með kvefeinkenni á að fara í PCR einkennasýnatöku og vera komið með niðurstöðu áður en komið er á heilsugæsluna.
- Einkennasýnataka er pöntuð á Mínum siðum á heilsuvera.is.
- Þau sem eru ekki með rafræn skilríki geta pantað einkennasýnatöku með því að hafa samband við heilsugæsluna símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru.
- Gera má ráð fyrir að niðurstöður berist innan 24-32 tíma.
- Ekki dugar að taka heimapróf, sjálfpróf eða hraðpróf.
- Þau sem eru með einkenni sem bent geta til Covid sýkingar og það veik að ekki er hægt að bíða eftir niðurstöðum úr PCR próf, fara í hraðpróf á heilsugæslunni. Jafnframt er tekið PCR próf á heilsugæslunni til öryggis.
Við biðjum skjólstæðinga að virða þetta og ekki koma með pestareinkenni á heilsugæsluna án þess að hafa samband áður.