23.03.2020 kl 17:00
Vísað er til fyrri tilkynninga um lokanir og takamarkanir á opnunartíma stofnana Vestmannaeyjabæjar vegna útbreiðslu COVID-19. Að tilmælum almannavarna og sóttvarnalæknis, sem og fyrirmæla aðgerðarstjórnar almannavarna í Vestmannaeyjum, hefur Vestmannaeyjabær brugðist við með ýmsum lokunum og takmörkunum á opnunartímum og þjónustu stofnana, í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu veirunnar eins og hægt er.
Opnunartímar stofnana eru nú sem hér segir:
Stofnun | Opnunartímar á starfsstöð | |
Grunnskóli Vestmannaeyja | Fjarkennsla (útfærsla kemur frá skóla) | |
Víkin 5 ára deild | 7:45-15:30 (útfærsla kemur frá skóla) | |
Kirkjugerði | 7:45-15:30 (útfærsla kemur frá skóla) | |
Sóli | Lokað til 26. mars nk. Opnar 27. mars nk. | |
Frístund | Lokað. Opið fyrir forgangshópa framlínustarfsfólks | |
Tónlistarskóli | Fjarkennsla | |
Sambýlið | Engar heimsóknir leyfðar | |
Hraunbúðir | Engar heimsóknir leyfðar | |
Heimaey hæfingarstöð | Engar heimsóknir leyfðar | |
Endurvinnslan | Lokað | |
Eldheimar | Lokað | |
Sagnheimar | Lokað | |
Bókasafn | Lokað, en útlán á bókum eru í boði í s. 488-2040 | |
Héraðsskjalasafn | Lokað | |
Bæjarskrifstofur- Bárustíg 15 | Lokað | |
Bæjarskrifstofur- Rauðagerði | Lokað | |
Bæjarskrifstofur- Tæknideild | Lokað | |
Höfnin | Enginn opnunartími. Vaktsími hafnarvarða 893-0027 | |
Þjónustumiðstöðin | Enginn opnunartími. Símanúmer 488-2500 | |
Féló (félagsmiðstöðin) | Lokað | |
Íþróttamiðstöðin | Lokað | |
Herjólfshöllin | Lokað | |
Týsheimilið | Lokað | |
Opnunartímar og þjónusta geta tekið breytingum með litlum fyrirvara.
Hægt er að beina erindum í gegnum síma á hefðbundnum opnunartímum (dagvinnutíma) eða með tölvupósti á postur@vestmannaeyjar.is. Þeim tilmælum er beint til fólks að beina sem flestum erindum með þeim hætti. Hægt verður að hringja á hefðbundinn hátt í gegnum skiptiborð, í síma 488-2000. Ef ekki næst í starfsmann taka þjónustufulltrúar skilaboð.
Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum um starfsemi Vestmannaeyjabæjar á vef bæjarins vestmannaeyjar.is
Ákvörðun um skerta opnunartíma stofnana bæjarins á við meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, en ákvörunin er endurskoðuð reglulega.
Forsíðumynd Tói Vídó