Sunnudagur 25. febrúar 2024

Opna veitingastaðinn Næs í næstu viku

Gísli Matthías Auðunsson situr ekki auðum höndum, það er alltaf einhver verkefni í gangi hjá honum og fjölskyldunni. 

Nú á næstum dögum mun hann ásamt fjölskyldu sinni opna veitingastaðinn Næs á Strandgötunni. En þar áður voru þau með staðinn ÉTA. 

Tígull heyrði í Gísla og fékk að vita allt um Næs og það sem er framundan hjá þeim.

Hvernig staður er Næs?

Hugmyndin er bara að opna geggjað næs veitingastað! Ótrúlega góður matur sem vonandi allflestir fýla. Við viljum vera með stað sem getur verið svolítið breytilegur en samt alltaf þannig að maður getur gengið að því að fá gæðamat. Við verðum með skemmtilega kokteila og svo verðum við góða bjóra á krana.

Hvað eruð þið að fara að bjóða upp á þar?

Á kvöldin munu smáréttir verða allsráðandi, hálfgert Tapas með áhrifum frá Ítalíu en þó einnig hægt að koma í góða aðalrétt; steik, góðan pastarétt, fiskrétti og þess háttar.

Við mælum með að pantað séu nokkrir réttir til að deila og tilvalið í date kvöld eða vinahópurinn saman.

Þegar við munum opna í hádeginu þá verða stórir réttir á sanngjörnu verði, hröð afgreiðsla og matur úr góðu hráefni.

Eruð þið að fara í einhverjar fleiri framkvæmdir á staðnum?

Já við erum búinn að vera að vinna að gera hann enn meira kósí, ný gólfefni, stólar og bætt lýsing og þess háttar. Svo erum við að setja inn dælukerfi og verðum alltaf með 2-3 bjóra á dælu.

Er hægt að sitja inni  á staðnum?

Já! Hann er hugsaður þannig að það verður ekki mikið take-away – allavega ekki í byrjun.

Þó eitthvað, en það verður þá auglýst sérstaklega.

Hvenær opnar Næs?

Við opnum þann 9. febrúar! Við munum taka við borðabókunum bráðlega og það verður tilkynnt sérstaklega. Í þessari viku erum við að fínstilla hlutina og fáum vini og vandamenn í prufur á matnum og staðnum almennt!

Hvernig verður opið?

Til að byrja með verður opið mið-laugardaga á kvöldin frá 18.00-22.00 (lengur um helgar) svo bætum við hádeginu inn fljótlega.

Er eitthvað fleira framundan hjá ykkur?

Planið er bara að einbeita okkur eins og við getum að þessum stað og gera hann eins næs og hann getur verið! Svo er strax byrjaður fullur undirbúningur fyrir SLIPPINN í ráðningu starfsfólks og þess háttar. 

Hvað getur þú sagt mér um þessa mynd (hér fyrir ofan)? 

HBO hafði samband og vildi gera þátt um okkur á SLIPPNUM fyrir seríu sem kallast “Zero Waste Chef”. Þeim fannst magnað að sjá hvernig hugmyndafræðin okkar um nýtingu er í hávegum höfð og hversu frumlega við vinnum með margt hráefni. Það er mikil viðurkenning fyir okkur að fá svona risastóran miðil til okkar og kynna okkar starf og Vestmannaeyjar í leiðinni. Þátturinn mun verða sýndur næsta vetur útum allan heim.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search