01.05.2020
Áhugaverður fundur um mál málanna
Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs Ohf verður gestur hjá Sjálfstæðisflokki Vestmannaeyja á næsta laugardagsfundar á morgun þann 2. maí kl.11:00. Fundurinn verður í beinu streymi á facebooksíðu Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Guðbjartur mun fara yfir rekstur Herjólfs almennt og einnig hvernig Covid faraldurinn hefur haft áhrif á rekstur og afkomu félagsins.
Hægt er að bera fram spurningar meða á fundi stendur. Einnig má senda spurningar fyrirfram í kommentum eða sem messengerskilaboð á síðu Sjálfstæðisfélagsins.
Við minnum á að hafa við höndina úrvals kaffi og meðlæti.
Fundurinn er opinn og eru allir hjartanlega velkomnir að fylgjast með.
Link er að finna hér á viðburðinn.