03.05.2020
Þann 30.apríl síðastliðinn lönduðu Huginn VE 55 í Fuglafirði, þetta er önnur löndun þeirra á Kolmuna og hafa þeir landað í bæði skiptin í Fuglafirði. Þeir voru með rúmlega 1800 tonn af Kolmuna.
Eins og venjulega þá er alltaf líf og fjör um borð hjá áhöfninni en meðal annars þá varð Sindri Grétarsson 50 ára og auðvitað var haldið upp á það. Svo á meðan á löndunarstoppinu stóð fóru þeir Óskar Birgir og Ágúst Gísli í smá veiði.
Huginn er farinn aftur á miðin og eins og er frekar rólegt í augnablikinu hjá þeim.
Hérna eru myndir frá Óskari Birgi.