Ómar Garðarson er sjötugur í dag. Hann sannar orðatiltækið að aldur sé bara tala, því svo sannarlega hagar hann sér ekki eins og að sjötugum manni ætti til með að sæma, æfir 3 – 4x í viku ( klikkar aldrei á því ) hendir sér til dæmis í planka í 6 mínútur án þessa að blikna, hann ritstýrir nokkrum blöðum yfir árið, hann vippar upp viðtölum og umfjöllnum á núll einni auk þess að skóla okkur til ungu telpurnar á Tígli. Það er ómetanlegt að hafa þennan gullmola innan handar okkur þegar við erum að móta nýjan miðil. Elsku Ómar við á Tígli óskum þér innilega til hamingju með daginn og njóttu sólarinnar á Tenerife.
Laugardagur 18. mars 2023