Ólöglegt að gefa afslátt af skattheimtu en fulltrúi sjálfstæðisflokksins vill láta á reyna

Lögð voru fyrir bæjarráð drög að gjaldskrá vegna álagningar fasteignaskatts, holræsagjalds, sorpeyðingar- og sorphreinsunargjöld fyrir árið 2022

Jafnframt voru lagðar fram reglur um afslátt af fasteignagjöldum hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum með lögheimili í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi milli ára.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir lagði fram tillögu sem fulltrúi D listans sem hljóðar svona:

Meirihluti H- og E- lista vildi ekki reyna á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélagsins fyrir dómstólum í lok árs 2018 þegar hætt var við fyrri ákvarðanir meirihluta Sjálfstæðisflokks um niðurfellingu fasteignaskatts á 70 ára og eldri án samráðs. Sú ákvörðun meirihluta H- og E- lista þýðir að lagðar hafa verið auknar álögur á ákveðinn hóp eldri borgara á kjörtímabilinu.

Þess í stað eru viðhöfð tekjuviðmið fyrir afslætti ellilífeyrisþega og öryrkja af fasteigna- og sorpgjöldum. Undirrituð telur eðlilegra að veita afslátt af skattheimtu en þjónustugjöldum.

Undirrituð bendir á að frá þessari breytingu hefur launavísitala hækkað um rúm 18% samkvæmt Hagstofu en aldrei hafa tekjuviðmið afsláttar verið aðlöguð að launavísitölu þrátt fyrir að í reglunum komi fram að endurskoða eigi viðmiðunarfjárhæðirnar árlega.

Fulltrúi D listans leggur því til að tekjuviðmið afsláttar verði uppreiknuð m.v. launavísitölu frá því þau voru fyrst sett á.

Þessari tillögu var hafnað með tveimur atkvæðum E og H lista, gegn einu atkvæði fulltrúa D lista.

Njáll, Jóna Sigríður og Íris komu með tillögu frá fulltrúm E og H lista

Meirihluti E- og H- lista geta ekki samþykkt tillögu sjálfstæðisflokksins.

Ákveðins misskilnings virðist gæta hjá fulltrúum sjálfstæðisflokksins í bæjarráði. Meirihluti E- og H- lista vilja að afsláttur á eldri borgara nái til íbúa 67 ára og eldri en ekki 70 ára og eldri líkt og fulltrúi sjálfstæðisflokksins leggur til. Sá afsláttur sem hefur verið veittur á yfirstandi kjörtímabili nær til fleira fólks en áður.

Þá er ólöglegt að gefa afslátt af skattheimtu líkt og fulltrúi sjálfstæðisflokksins vill gera. Afar óábyrgt er af kjörnum fulltrúum að tala fyrir lögbrotum líkt og sjálfstæðismenn hafa gert, allt þetta kjörtímabil.

Í ljósi þess að afskaplega óábyrgt er að samþykkja breytingar á gjaldskrám án þess að fyrir liggi kostnaður við þær leggur meirihluti E- og H- lista til að framkvæmdastjóra stjórnsýslu og fjármálasviðs verði falið að reikna út áhrif breytinga á tekjuviðmiðum sbr. launavísitölu.

Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum E og H lista gegn einu atkvæði D lista. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs er falið að leggja fram tvær tillögur á næsta fundi bæjarráðs.

Bókun frá fulltrúa D lista

Bæjarráðsfulltrúar meirihlutans leggja undirritaðri orð í munn þegar þeir segja að undirrituð vilji eingöngu veita 70 ára og eldri afslátt af gjaldskrám, í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks voru 67 ára og eldri veittir tekjutengdir afslættir en 70 ára og eldri fengu fulla niðurgreiðslu fasteignaskatts.

Óábyrgt er að bæjarráðsfulltrúar meirihlutans séu að reyna að halda fram staðreyndavillum. Hvergi hefur verið dæmt hjá dómstólum að um lögbrot sé að ræða.

Undirrituð hefði viljað að Vestmannaeyjabær stæði í fæturnar gegn ráðuneytinu sem er ekki dómstóll. Eðlilegt er að bundin séu við lög hámörk skattheimtu en sveitarfélagi ætti að vera heimilt að veita, ekki síst viðkvæmum hópum möguleika á afslætti eða niðurfellingu skatta. Óeðlilegt er að ríkið þvingi sveitarfélög til skattpíningar eldri borgara.

Ánægjulegt er að skoðað verði að hækka tekjuviðmiðin í takt við þróun launavísitölu eins og undirrituð lagði til.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search