Ólöf María Stefánsdóttir og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér nýjan samning sem nær til næstu tveggja tímabila.
Ólöf María hefur leikið með ÍBV síðustu 2 tímabil, en hún var lykilmaður í U-liði okkar í vetur ásamt því að vera hluti af meistaraflokksliðinu.
Hún hefur smollið frábærlega inn í félagið og samfélagið í Eyjum, en á dögunum var hún kjörin ÍBV-ari meistaraflokks kvenna sem er afar lýsandi fyrir karakter Ólafar.
Við erum ánægð að hafa Ólöfu áfram með okkur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.