Ólöf Margrét sæmd fálkaorðunni í dag

Fjórtán Íslendingar voru sæmdir fálkaorðunni við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Vestmannaeyingurinn Ólöf Margrét Magnúsdóttir, sérkennari var ein af þessum hópi. En hún hlaut riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.

Tígull óskar Ólöfu innilega til hamingju.

Þeir sem hlutu orðuna í dag voru:

 1. Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, riddarakross fyrir framlag til tónlistarflutnings.
 2. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, riddarakross fyrir störf á vettvangi vísinda og þekkingarmiðlunar.
 3. Drífa Hjartardóttir, bóndi og fyrrverandi alþingismaður, riddarakross fyrir sveitarstjórnarstörf og framlag til menningarmála í heimabyggð.
 4. Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor, riddarakross fyrir framlag til menntamála á háskólastigi.
 5. Guðmundur Gunnarsson veiðarfærameistari, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf á vettvangi sjávarútvegs og þróun veiðarfæra.
 6. Guðni Guðmundsson bóndi, riddarakross fyrir framlag til umhverfisverndar og samfélagsþjónustu.
 7. Karen J. Sturlaugsson, tónlistarkennari og hljómsveitarstjórnandi, riddarakross fyrir framlag til tónlistaruppeldis ungmenna.
 8. Magnús Jakobsson, fyrrverandi formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, riddarakross fyrir framlag til íþrótta- og æskulýðsstarfs.
 9. Mats Wibe Lund ljósmyndari, riddarakross fyrir störf á vettvangi ljósmyndunar og menningar.
 10. Már Kristjánsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til meðferðar smitsjúkdóma og baráttu við Covid-19.
 11. Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun.
 12. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur, riddarakross fyrir störf í þágu heilbrigðisþjónustu og baráttu við Covid-19.
 13. Rúna Sif Rafnsdóttir sjúkraliði, riddarakross fyrir framlag í þágu mannúðar.
 14. Örlygur Richter, fyrrverandi skólastjóri, riddarakross fyrir störf á vettvangi félags- og skólamála.

Forsíðumynd frá vef forseti.is

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search