Ólöf Margrét og Lísa TM mótsmeistarar 2023 í spjalli

Í fyrra varð Breiðablik TM mótsmeistari þegar þær sigruðu Breiðablik í æsispennandi úrslitaleik 3-2. Við tókum létt spjall við þær Ólöfu Margréti og Lísu um þeirra upplifun af TM mótinu en þær spilaðuðu úrslitaleikinn í fyrra. 

 

Lísa steinþórsdóttir

Hvaða stöðu spilar þú helst?

Ég spila alltaf á miðjunni.

Númer hvað spilaru og er einhver sérstök ástæða fyrir þeirri tölu?

Ég spila í treyju númer 93, eins og stóri bróðir minn.

Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum?

Sveindís Jane og Messi og líka fleiri stelpur í 

landsliðinu eins og Sara Björk og Karólína Lea.

Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður  (fyrir utan að keppa á TM móti)? Ef já, þá hvenær?

Ég hef oft komið til eyja því að amma mín fæddist í eyjum. Ég var t.d. á ættarmóti þar síðasta sumar.

Hvernig fannst þér að koma til Eyja og hvað er það helsta sem stóð upp úr?

Þetta mót var það skemmtilegasta sem ég hef gert og það sem stóð uppúr var að spila úrslitaleikinn.

Með hvaða liði heldur þú í  enska boltanum?

Ég held með Liverpool.

Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði úrslitaleikinn af og þið orðnar meistarar?

Hún var geggjuð. Markmiðið var að vinna mótið og það var geggjað að það tókst.

Eitthvað að lokum?

Þetta er skemmtilegasta mót sem ég hef farið á og ég vildi að ég gæti farið aftur núna.

 

Ólöf Margrét Marvinsdóttir

Hvaða stöðu spilar þú helst? 

Miðju og vinstri kant.

Númer hvað spilaru og er einhver sérstök ástæða fyrir þeirri tölu? 

Ég fékk að velja milli nokkurra númera og talan 79 varð fyrir valinu af því mér fannst talan flott og engin með hana. Núna er þetta orðið uppáhalds talan mín.

Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum?

Glódís Perla, flottur leikmaður og góður fyrirliði. 

Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður (fyrir utan að keppa á TM móti)? Ef já, þá hvenær?

Ég hef bara tvisvar komið til Vestmannaeyja og í bæði skiptin var það til þess að kepppa á Tm mótinu. 

Hvernig fannst þér að koma til Eyja og hvað er það helsta sem stóð upp úr?

Að koma til eyja var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Frábært mót með bestu vinkonum mínum. En það sem stóð upp úr var þegar við unnum mótið og urðum því TM mótsmeistarar 2023 og svo var ég líka valin í TM móts liðið.

Með hvaða liði heldur þú í enska boltanum?

Liverpool.

Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði úrslitaleikinn af og þið orðnar meistarar?

Þetta var besta tilfinning í heimi , ég var að springa úr gleði, svo stolt að sjálfri mér og öllu liðiðinu. Við vorum búnar að leggja mikið á okkur til þess að vinna  mótið, æfðum vel, tókum aukaæfingar og fórum mikið út að leika okkur í fótbolta.

Eitthvað að lokum?

TM mótið er skemmtilegasta og besta mót í heimi  og þessu móti mun ég aldrei gleyma og það mun lifa stertk í minningunni. Þið sem eruð að fara njótið og skemmtið ykkur vel. Þetta verður geggjað gaman og þið munið eignast fullt af skemmtilegum minningum.

 

Selfoss og Breiðablik spiluðu úrslitaleikinn í TM mótinu í fyrra. MYND / SIGFÚS

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search