Öllum verður á í messunni

Í blaði Tíguls fyrir Þjóðhátíð 2023 urðu þau mistök gerð að í blaðinu birtist auglýsing þar sem auglýstar voru nikótínvörur. Þetta er klárt brot á lögum um fjölmiðla og biðjast eigendur Leturstofunnar, útgefandi Tíguls, innilegar afsökunar á þessum mistökum. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingar sem barst Fjölmiðlanefnd 14. ágúst 2023 og var nýverið úrskurðað í málinu „Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir rafrettur og nikótínvörur með miðlun viðskiptaboða fyrir slíkar vörur í 25. tbl. bæjarblaðsins Tíguls fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2023. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að viðskiptaboðin teljist til viðskiptaboða fyrir rafrettur og nikótínvörur og að með miðlun þeirra í bæjarblaðinu Tígli hafi Leturstofan Vestmannaeyjum ehf., sem fjölmiðlaveita Tíguls, brotið gegn þeim hluta 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð.“

Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 100.000 kr. og höfum við þegar greitt hana.

Eigendur Leturstofunnar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search