31.08.2020 kl. 15:38
Í dag kl. 14:30 voru allir starfsmenn félagsins boðaðir á starfsmannafund þar sem ákvörðun stjórnar frá því í gær var tilkynnt og starfsmönnum afhent uppsagnarbréf. Í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir var ákvörðunin óumflýjanleg.
Uppagnir ná til allra starfsmanna og allra deilda félagsins þ.e. rekstarsviðs, útgerðarsvið og þjónustusviðs.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur ohf. hóf þann 20. ágúst s.l. ferli að hópuppsögnum allra
starfsmanna félagsins í samræmi við lög um hópuppsagnir nr. 63/2000 án þess að endanleg
niðurstaða hafi legið fyrir. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá sársaukafullu ákvörðun að segja
upp öllum starfsmönnum. Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda
út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu.
Áætluð áhrif vegna kórónaveirunnar eru veruleg og ekki liggur fyrir niðurstaða eða ákvörðun
ríkisins um að bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.
Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning
vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja.
Vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins er í gangi þó
engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verður hraðað eins og kostur er.