04.03.2020
Á bæjarráðsfundi í gær var til umræðu beiðni Alþingis um umsangir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Bæjarráð fagnar þessu
Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020. Niðurstaða Bæjarráð fagnar þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn varðandi framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.
Flugsamgöngur eru landsbyggðinni í landinu mjög mikilvægar
Flugsamgöngur eru ein forsenda dreifðrar byggðar í landinu og skiptir sköpum fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta á fljótan og öruggan hátt sótt þá þjónustu sem einungis er í boði í höfuðborginni, einkum og sér í lagi aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn fyrir hönd ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.