Miðvikudagur 7. júní 2023

Öll eiga rétt á grunnþjónustu í sinni heimabyggð

Öll eiga rétt á grunnþjónustu í sinni heimabyggð

Grunnþjónusta öllum til handa er eitt af stærstu áherslumálum Vinstri grænna enda er félagslegu réttlæti ekki náð nema öflug grunnþjónusta standi öllum til boða óháð efnahag. Á kjörtímabilinu höfum við lækkað greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu umtalsvert og er það nú á pari við hin Norðurlöndin, við höfum eflt heilsugæsluna og framlög til geðheilbrigðismála hafa verið aukinn um einn milljarð. Í heildina hefur aukning á framlögum til heilbrigðismála verið 73,8 milljarðar á kjörtímabilinu. En betur má ef duga skal, huga þarf að fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum og verður það mál ekki leyst nema með aðkomu íbúa.

Verkefnið um litla sjúkraþyrlu fyrir Suðurlandið er mikilvægt öryggismál og var komið af stað áður en heimsfaraldurinn skall á. Það er mikilvægt að halda því verkefni áfram og að þyrlan verði staðsett fyrir mið-suðurlandi og geti þjónað Vestmannaeyjum og suðurströndinni með sérhæfðum mannskap og þekkingu. Það er vilji okkar að á þeim tímum þar sem búast má við að veður verði verst sé þyrlan staðsett í Vestmannaeyjum. Fjarheilbrigðisþjónustu gæti komið til móts við skort á sérfræðilækna þjónustu um land allt, ekki síst í Vestmannaeyjum. Slíkt hefur reynst vel í öðrum byggðarlögum og hægt væri að nýta þá tækni og þann mannskap til þess að koma til móts við þennan vanda sem hefur myndast. Aðgerðir til að auka fjarheilbrigðisþjónustu eru í vinnslu og er það okkur hugleikið að það verkefni nái fram að ganga. Öll eiga rétt á grunnþjónustu í sinni heimabyggð.

Mikilvægt er að tryggja öflugar og öruggar samgöngur milli lands og Eyja og stórt atriði þar er að tryggja flugsamgöngur til og frá Vestmannaeyjum. En stærsti liðurinn í samgöngum verður alltaf Herjólfur, sem í dag er nýtt og glæsilegt skip knúið raforku. Til að ferjusamgöngurnar virki þarf að tryggja að hægt sé að nota Landeyjahöfn allan ársins hring. Til að svo megi verða þarf  t.d. skipulagðar dýpkunaraðgerðir á höfninni, þar er reynsla og þekking skipstjóra á Herjólfi dýrmæt þegar kemur að því að halda höfninni starfhæfri.  

Tækifæri framtíðar byggjast á að við öll getum ræktað hæfileika okkar. Við í  VG viljum tryggja fullt jafnrétti til náms. Það þarf að horfa sérstaklega til fjölbreyttra valkosta í námi á öllum skólastigum. 

Með VG í forystu ríkisstjórnar höfum við hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi að til að tryggja öllum velsæld og tækifæri með félagslegum áherslum. Það skiptir alltaf máli en ekki síst þegar óvænt áföll dynja á. 

 

 

Menntun í heimabyggð er byggðamál

Menntun á að vera aðgengileg öllum, sama hvar við búum, ef við viljum tryggja blómlega byggð á landinu öllu. Fjölbreytt menntun og nýsköpun gegna þar lykilatriði og er undirstaða jákvæðrar byggðaþróunar. Án fjölbreyttra menntunarmöguleika þrífst ungt fólk ekki heima og með tilheyrandi álagi og kostnaði fyrir fjölskyldur flykkist unga fólkið okkar á stóru þéttbýlisstaðina og ílengist jafnvel þar. 

Það er að mörgu að hyggja hvað varðar nám að loknum grunnskóla. Tryggja þarf fjölbreytt nám í framhaldsskólum sem heldur utan um einstaklinga og er styðjandi hvað varðar þroska og hæfileika. Á þessum aldri er ungt fólk að upplifa miklar breytingar og mikilvægt að hægt sé að fara í gegn um nám á eigin hraða. Það þarf að gera  ungu fólki kleift að búa áfram heima ef svo ber undir eða aðgang að heimavist eða öðru búsetuúrræði kjósi það nám sem krefst staðbundinnar viðveru í lengri eða skemmri tíma. Í framhaldsskólum þarf að vera fjölbreytt námsval hvort sem er í stað- eða fjarnámi, jafnvel í samvinnu við aðra skóla og virkt samstarf við atvinnulífið ef um verknám er að ræða. Í nýsamþykktri stefnu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um menntamál segir meðal annars að tryggja þurfi jöfn tækifæri til menntunar óháð búsetu, þar sem sérstaklega þurfi að huga að aðgengi að iðn- og listnámi. 

Gjörbreyta þarf viðhorfi og umhverfi háskólanáms. Þar á fjarnám að vera í forgrunni enda mörg sem á landsbyggðunum búa stofnað heimili og jafnvel fjölskyldu. Fólk á að geta hafið nám hvenær sem er á lífsleiðinni, hvar sem það býr og sem liður í að auka menntunarstig á landsbyggðunum þarf að tryggja námsframboð, aðgengi að húsnæði og búnaði sem og nýsköpunar- og rannsóknarstyrkjum. 

Efla þarf þekkingarsetur á minni stöðum, þar ætti að vera aðstaða fyrir fræðasetur og starfsfólk fyrirtækja sem fær að vinna í heimabyggð undir merkjum störf án staðsetninga ásamt aðstöðu fyrir rannsóknir, lista- og menningarstarf. Fræðasetrin geta haldið utan um fjarnám nemenda á framhalds- og háskólastigi og í fullorðinsfræðslu. Þar getur myndast mikill þekkingarauður og kraftur 

sem skilar sér út í samfélagið og eflir byggðir af öllum stærðum og gerðum.

Tryggjum fjölbreytt nám og fjölbreyttar leiðir til að stunda nám undir merkjum byggðajafnréttis og með hag alls samfélagsins að leiðarljósi.

Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi 

Helga Tryggvadóttir, náms- starfsráðgjafi, í 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is