Herjólfur

Ólíkt hafast þau að

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru eitt mikilvægasta hagsmunamál Vestmannaeyinga og því mikilvægt að bæjarstjórn þeirra sinni því. Fyrir þremur árum síðan kom nýr Herjólfur til landsins. Það tók mörg ár að hefja smíði skipsins þó það væri ein meginforsenda byggingar Landeyjahafnar. Margir lögðust gegn smíðinni meðal annars margir eyjamenn, þingmenn, skipstjórar Herjólfs og innviðaráðherra svo einhverjir eru nefndir. Það var hins vegar fyrir einurð þáverandi meirihluta og reyndar bæjarstjórnarinnar allrar að það náðist að hefja smíðina. Nýi Herjólfur hefur sannað ágæti sitt og siglingar til Landeyjahafnar hafa aukist verulega. Margir eru líka á því að nýi Herjólfur fari betur með farþega en sá gamli þrátt fyrir harkspár sumra. Nú vilja líklega flestir fyrrum andstæðingar nýja Herjólfs ekkert kannast við þetta.

Það er ekki nóg að fá nýjan Herjólf eins og síðastliðinn vetur sýndi fram á því í aftakaveðrum grynnkar fullmikið fyrir skipið milli garðshausa. Þetta var vitað og því var hafist handa, fyrir fjórum árum, að skapa aðstöðu til að geta dýpkað frá landi.
Sumarið 2019 var hætt við framkvæmdir í miðum klíðum og 700 milljónir króna fóru út í buskann. Auðvitað voru margir á móti þessari framkvæmd og skiptar skoðanir eins og ávallt hefur verið um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs, sumir eyjamenn, innviðaráðherra og skópíur hans lögðust gegn þessu. Ólíkt fyrrverandi meirihluta sem keyrði smíði nýs Herjólfs í gegn þá stóð núverandi meirihluti ekki í lappirnar og lagði
upp laupana. Ekkert hefur verið gert í fjögur ár í Landeyjahöfn og það geta eyjamenn þakkað núverandi meirihluta. Nú er verið að reyna að bjarga þessu klúðri með því að tala um að fá öflugra dýpkunarskip, auðvitað mun það hjálpa til, en athuganir sýndu og reynslan sannaði að suma vetur koma ekki veður til dýpkunar samfellt í nokkrar vikur. Hvað þá? Það voru fagleg sjónarmið sem réðu því að ákveðið var að dýpka frá landi því hægt er að dýpka frá landi þó grunnt sé og ölduhæð há. Það var ekki nóg með að núverandi meirihluti gerði ekki neitt heldur studdi hann einnig að hætt var við framkvæmdir til að bæta Landeyjahöfn en það góða við lýðræði er að nú eru kosningar handan við hornið og þá verður unnt að kjósa nýjan meirihluta.

Sigurður Áss Grétarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search