Óli Bjarki Austfjörð með uppistand í Eyjabíó á miðvikudaginn 18.desember

Óli Bjarki verður með uppistand í Eyjabíó miðvikudaginn 18.desember kl. 20:00. Uppistandið er kallað “Nútíminn og menning” vegna þess að ég er oft með alveg ágætlega fyndnar pælingar um hversu brenglaður nútíminn okkar er orðinn, segir Óli Bjarki. En við tókum smá „spurt og svarað“ með honum Óla Bjarka.

Fullt nafn: Óli Bjarki Austfjörð

Aldur: 23

Áhugamál: Kvikmyndir, Tónlist,  Bókmenntir, Teiknimyndasögur

Hvar líður þér best? Þau segja að “Heima er best” þannig að mér líður best á þeim stöðum þar sem mér líður eins og ég er kominn heim. Eins og heima hjá besta vini mínum eða uppi í bústað fjölskyldu minnar. Bara á stöðum sem maður getur slappað af og verið maður sjálfur í smástund.

Býrðu yfir leyndum hæfileika? Ég er ágætis eftirherma af frægu fólki og ég get eldað alveg grimma ommelettu (ef ég brenni hana ekki óvart)

Hvaða þættir eru í uppáhaldi hjá þér?: Yu-Gi-Oh! 5d’s, SPORTS NIGHT, Brooklyn nine-nine, FRIENDS, Haunting of Hill House og Bojack Horseman.

Hvað er á planinu hjá þér á næstunni? Reyna að klára námið svo að ég geti loksins farið að vinna að kvikmyndum.

Draumaframtíð? Draumurinn er að geta unnið við það sem ég elska og fá vel borgað fyrir það. 

Uppistand, viltu segja okkur meira frá því? Uppistandið er kallað “Nútíminn og menning” vegna þess að ég er oft með alveg ágætlega fyndnar pælingar um hversu brenglaður nútíminn okkar er orðinn.

Ég skrifa oft pælingarnar mínar niður en vissi aldrei hvað ég átti að gera með þær en þær voru alltaf bara vistaðar saman í stóru skjali og ég ákvað einn daginn að setja þær saman eins og uppistand af því ég er mikill áhugamaður uppistandara og hef verið með nokkur þannig í gegnum árin. Var stundum með uppistand í Tónlistarskóla Vestmannaeyja þegar ég var krakki þegar það mátti vera með skemmtiatriði sem var ekki bara tónlistatengt og svo hef ég verið með tvö stutt uppistönd hjá Framhaldsskóla Vestmannaeyja og það gekk bara ágætlega.

Þetta er alveg eitthvað sem ég sé sjálfan mig gera og ég vona innilega að það verði tekið vel á móti þessu. Þetta er ekki of pólitískt af því ég er vonlaus í pólitíkinni, en þetta er alveg frekar fyndið efni og ég blanda öllum mínum helstu áhugamálum inn í þetta þannig að þetta hefur stílinn minn alveg vel stimplaðann yfir.

Gott dæmi um það er hvernig ég tek loftlagsbreytingaumræðurnar sem eru út um allt í dag og ég blanda því við hollywood stjörnurnar sem allir þekkja vel. Þannig að það má alveg búast við helling af spes pælingum. Sumt af þessu er líka bara tekið beint úr samræðum sem ég hef átt við mína bestu vini af því margir vinir mínir eru enn þá fyndnari en ég og það hjálpar mér alltaf að geta dregið frá þeim þegar ég er að skrifa efnið.  

Það kostar aðeins 1. 000 kr. á uppistandið.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search