Halldór B Halldórsson

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar, staðan 6. október

06.10.2020

Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi vegna Covid 19 á landinu viljum við koma eftirfarandi á framfæri varðandi öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar

 

Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir

Við hvetjum aðstandendur heimilisfólks til að fylgjast vel með heimsóknarreglum því á þeim geta orðið breytingar með stuttum fyrirvara. Þær reglur sem gilda núna voru birtar í gær á fésbókarsíðu Vestmannaeyjabæjar, Hraunbúða og á heimasíðu Hraunbúða.

Matarþjónusta á Hraunbúðum við þá sem búa út í bæ

Öllum eldri borgurum sem komið hafa í hádegismat á Hraunbúðum hefur verið boðinn heimsendur matur en tímabundið er lokað fyrir að aðrir en heimilisfólk og starfsfólk komi í matsal Hraunbúða

Dagdvöl á Hraunbúðum

Þjónusta dagdvalar á Hraunbúðum heldur áfram en er nú alveg aðskilin heimilinu. Allir hafa möguleika á áframhaldandi þjónustu en í einhverjum tilfellum gæti þurft að fækka fjölda daga. Ítrustu smitvörnum er fylgt, yfirborðsfletir eru hreinsaðir reglulega, grindur og stafir eru sótthreinsaðir um leið og komið er í hús, starfsfólk notar hlífðargrímu í innan við 2 metra fjarlægð við þjónustuþega og lokað er fyrir allan aðgang utanaðkomandi gesta. Símanúmer í dagdvöl eru 488 2610 og 841 8881

Þjónustuíbúðir í Eyjahrauni 1

Þeir einstaklingar sem eru í þjónustuíbúðum fá nú þjónustu heima og í setustofunni en koma ekki yfir á Hraunbúðir. Hádegismatur og þrjúkaffi er sent heim. Tímabundið verður ekki innangengt á Hraunbúðir.

Ferðaþjónusta Vestmannaeyjabæjar fyrir aldraða og fatlaða

Farþegar þurfa að nota hlífðargrímu á meðan á akstri stendur og bílstjóri notar einnig hlífðargrímu. Snertifletir í bifreið eru sótthreinsaðir eftir hverja ferð. Reynt er að viðhalda 1 metra fjarlægð á milli farþega eins og unnt er.

Stuðningsþjónusta/heimaþjónusta

 

Eins og staðan er í dag mun þjónustan haldast óbreytt við einstaklinga í heimahúsum. Starfsmenn okkar sýna þó sérstaka aðgát hvað varðar sóttvarnir og við óskum eftir

því að þjónustuþegar geri slíkt hið sama m.a með almennum ráðum um handþvott og sótthreinsun.

Tímabundið er ekki hægt að mæta í viðtal til deildarstjóra stuðningsþjónustunnar en þjónustuþegum og starfsfólki er bent á að hafa samband í síma 488 2607 eða heimilishjalp@vestmannaeyjar.is

Leiguíbúðakjarnar fyrir eldri borgara í Sólhlíð 19 og Eyjahraun 7-11

 

Settar hafa verið sóttvarnarleiðbeiningar í anddyri íbúðakjarnanna og gátlisti fyrir gesti til að meta hvort þeir ættu að hverfa frá heimsókn ef ákveðin einkenni eru til staðar. Sótthreinsir hefur verið settur í anddyri íbúðanna og gestir og íbúar beðnir um að vera duglegir að spritta sig.

 

Heilsuefling 65 +

 

Heilsueflingarverkefni Vestmannaeyjabæjar undir stjórn Janusar Guðlaugssonar er með breyttu sniði og eru þátttakendur beðnir um að kynna sér fyrirkomulagið á sérstakri fésbókarsíðu þar um og/eða hjá þjálfurum.

 

Starfsemi félags eldri borgara

 

Starfsemi félagsins fellur að mestu niður meðan á neyðarstigi almannavarna stendur en verður endurskoðað þegar staðan í samfélaginu batnar. Þeir sem hafa stundað púttið í Kviku mæta á eigin ábyrgð en mikilvægt er að þá sé fylgt ítrustu sóttvarnarráðstöfunum.

 

Annað

 

Að öðru leyti er þeim tilmælum beint til allra eldri borgara í Vestmannaeyjum að fylgja áfram fyrirmælum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um sóttvarnir s.s handþvott, sótthreinsun handa og bros í staðinn fyrir handaband. Eldri borgarar eru í auknum áhættuhópi á að veikjast af Covid-19 og því full ástæða til að hafa varann á. Það er sameiginlegt átak okkar allra.

En svo þarf bara að halda áfram að njóta hvers dags og gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi. Útivist og hreyfing eru mjög mikilvægir þættir í að viðhalda daglegri virkni og góðri líðan. Þó dregið hafi úr félagslegum samskiptum milli fólks má alltaf finna leiðir til samskipta s.s með tölvutækninni og símtölum.

Ef einhverjar spurningar eru um öldrunarþjónustuna og ofangreint er velkomið að hafa samband við Sólrúnu Gunnarsdóttir deildarstjóra í öldrunarmálum í síma 860 1030 eða Kolbrúnu Önnu Rúnarsdóttur deildarstjóra stuðningsþjónustu í síma 488 2607

Forsíðumynd Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search