Þriðjudagur 16. apríl 2024

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar á tímum Covid-19, staðan

10.03.2020

Hraunbúðir

Eins og áður hefur verið tilkynnt um var tekin sú ákvörðun að loka hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum tímabundið fyrir heimsóknum gesta og utanaðkomandi

nema nauðsyn beri til.  Við þökkum þann skilning sem okkur hefur verið sýndur vegna þessarar þungbæru ákvörðunar sem tekin var með heilsu og velferð íbúa í forgrunni.

Síminn á Hraunbúðum er 488 2600 og vaktsími hjúkrunarfræðinga 893 1384  Matarþjónusta á Hraunbúðum við þá sem búa út í bæ

Öllum eldri borgurum sem komið hafa í hádegismat á Hraunbúðum hefur verið boðinn heimsendur matur

Dagdvöl á Hraunbúðum

Skert og breytt þjónusta verður í dagdvöl en henni þó ekki lokað, haft verður samband við alla gesti og fundinn flötur á breyttri þjónustu.  Í einhverjum tilfellum

fer þjónusta fram á heimili viðkomandi, með ökuferðum og með þeim hætti sem starfsmenn geta annað án þess að margir komi saman á sama tíma. Síminn í dagdvöl er 488 2610 og 841 8881

Þjónustuíbúðir í Eyjahrauni 1

Þjónusta verður áframhaldandi en með breyttu sniði. Þjónusta dagdvalar frá Hraunbúðum fer að mestu fram í setustofu og í íbúðum Eyjahrauns í stað Hraunbúða.  Starfsmaður sinnir áfram sömu þjónustu og verið hefur á morgnana virka daga ásamt því að innlit kvölds og morgna haldast óbreytt. Tímabundið verður ekki innangengt á Hraunbúðir.

Stuðningsþjónusta/heimaþjónusta

Eins og staðan er í dag mun þjónustan haldast óbreytt við einstaklinga í heimahúsum.  Starfsmenn okkar sýna þó sérstaka aðgát hvað varðar sóttvarnir og við óskum eftir

því að þjónustuþegar geri slíkt hið sama m.a með almennum ráðum um handþvott og sótthreinsun.  Eins biðjum við þjónustuþega sem hafa verið á ferðalagi nýverið að

hafa samband við deildarstjóra heimaþjónustu áður en starfsmenn okkar fara inn á heimilið.

Deildarstjóri heimaþjónustu flytur skrifstofu sína tímabundið í Félagsþjónustuna á Rauðagerði frá og með hádegi 10.mars og hefur áfram sama símanúmer 488 2607. 

Heilsuefling 65 +

Heilsueflingarverkefni Vestmannaeyjabæjar undir stjórn Janusar Guðlaugssonar verður með breyttu sniði vikuna 8.-14.mars en sú vika verður sjálfbær og sameiginlegar æfingar falla niður.  Þátttakendur eru engu að síður hvattir til að hreyfa sig utandyra og fara í daglegar göngur.  Þátttakendur meta sjálfir hvort þeir stundi styrktarþjálfun þessa viku.  Staðan varðandi verkefnið verður endurmetin um næstu helgi

Starfsemi félags eldri borgara í Vestmannaeyjum

Allt starf félagsins og Vestmannaeyjabæjar í Kviku og öðrum starfsstöðvum fellur niður þessa viku en staðan verður endurmetin um næstu helgi og vikan notuð til að skoða hvort einhver lágmarksstarfsemi geti haldið sér þrátt fyrir stöðuna.

Leiguíbúðakjarnar fyrir eldri borgara í Sólhlíð 19 og Eyjahraun 7-11

Settar hafa verið sóttvarnarleiðbeiningar í anddyri íbúðakjarnanna og gátlisti fyrir gesti til að meta hvort þeir ættu að hverfa frá heimsókn ef ákveðin einkenni eru til staðar.  Sótthreinsir hefur verið settur í anddyri íbúðanna og gestir og íbúar beðnir um að vera duglegir að spritta sig. 

Að öðru leyti er þeim tilmælum beint til allra eldri borgara í Vestmannaeyjum að fylgja fyrirmælum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um sóttvarnir s.s handþvott, sótthreinsun handa og bros í staðinn fyrir handaband.  Eldri borgarar eru í auknum áhættuhópi á að veikjast af Covid-19 og því full ástæða til að hafa varann á og halda veirunni í burtu frá okkur og helst í burtu frá eyjunni.  Við getum öll hjálpast að með það.

Öflugar forvarnir eru til alls góðs og svo þarf bara að halda áfram að njóta hvers dags og gera eitthvað skemmtilegt á hverjum degi.  Sem betur fer lifum við á tímum tækninnar og það má alltaf taka upp tólið og hringja í fólkið sitt, horfa á góða sjónvarpsþætti, hlusta á skemmtiþætti í útvarpinu, vafra um á netinu eða hvaðeina.   

Ef einhverjar spurningar eru um þjónustu bæjarins hvað varðar ofangreint eða einhver eldri borgari vill bara spjalla um stöðuna í dag er velkomið að hringja í síma 860 1030.

Forsíðumynd Linda Bergmann

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search