Okkar hagur

Eftir erfiða og mikla óvissutíð sáum við loksins fram á að sumarið færði okkur betri tíð, með hækkandi sól, betra veðri og fjölda fólks sem vildi heimsækja okkar fallega heimabæ. Við vissum öll að sumarið í ár yrði stórt ferðasumar fyrir Íslendinga og óskuðum við þess að sem flestir kæmu í heimsókn, þar sem ferðalög erlendis eru ekki á dagskrá á næstunni, en að koma til Vestmanneyja er kannski nálægt því að ferðast til útlanda og það höfum við svo sannarlega fengið að heyra.

Við sáum  fljótlega að miðbærinn iðaði af lífi og ferðamenn frá öllum landshornum létu sjá sig á eyjunni okkar og verslun og þjónusta blómstruðu sem aldrei fyrr. Brúnin léttist og erfiðleikar síðasta vors hurfu eins og dögg fyrir sólu. Við höldum að allir geti verið sammála um að ísenskir ferðamenn eru góðir gestir upp til hópa og við þökkum þeim fyrir áhugann sem þeir sýna okkur með því að sigla hér yfir og fyrir það að þeir skilja flestir eitthvað eftir sig sem eflir okkar litlu fyrirtæki.

Nú stendur yfir verkfall sem setur stórt strik í reikninginn og er okkur í óhag, svo vægt sé til orða tekið. Verkfallið kemur niður á samfélaginu okkar á svo margan hátt og ekki síst á þeim fyrirtækjum sem standa fyrir verslun og þjónstu. Við sjáum varla ferðamann á ferli dagana á meðan verkfallið hefur staðið yfir og á það líka við um dagana á undan og dagana sem koma á eftir. Þetta er ekki gott fyrir okkar góðu fyrirtæki sem byggja mörg hver lífsviðurværi sitt á þessum fáu mánuðum sem “eitthvað er að gera” og er því sumarvertíðin svo mikilvæg fyrir okkur í þessu stóra samhengi.

Nú er búið að blása af Þjóðhátíð sem er auðvitað skiljanlegt og ekkert við því að gera, en það breytir því ekki að róðurinn verður þyngri fyrir sum okkar, þá einna helst fyrir veitingastaðina okkar sem byggja mikið upp á þessari helgi, sem nú verður ekki. Gerum þá það sem hægt er að gera.  Við biðjum um að samið verði hið snarasta við undirmenn í Sjómannafélagi Íslands svo samfélagið okkar nái að fúnkera eins og áður og við getum haldið áfram að efla verslun og þjónustu í okkar einstaka bæjarfélagi og svo að íslenskir sem og erlendir ferðamenn geri sér ferð yfir til okkar í sumar og helst áfram fram á haustið. Þetta getur ekki gengið svona til lengdar. Þjóðvegurinn okkar verður að vera opinn og þjóna okkur og gestum okkar, helst án nokkurra hnökra. Það er hagur okkar allra.

Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search