Söfn bæjarins, Náttúrugripasafnið við Heiðarveg og Sagnheimar við Ráðhúströð verða opin um helgina og er aðgangur ókeypis alla dagana.
Náttúrgripasafnið geymir margt gullkornið úr náttúru Eyjanna, fuglana, steinaríkið og sjávardýrin auk athyglisverðar sýningar um sögu sjóslysa við Vestmannaeyjar.
Í Sagnheimum eru sýningar sem enginn má missa af. Sýning sem segir sögu Eyjamannanna fimm sem
kepptu á Olympíuleikunum í Berlín 1936 og líkön af Vestmannaeyjabæ eins og hann leit út fyrir gos. Ómetanleg heimild um veröld sem var.
Ljósmynd: Bjarni Sigurðsson.