Þrettándagleði ÍBV verður með breyttu sniði þetta árið, en Grýla, Leppalúði og þeirra hyski eru komin í sjálfskipaða sóttkví og treysta sér ekki til byggða, þrátt fyrir mjööög háan aldur þá eru þau því miður ekki í forgang að fá bóluefni.
En í sárabót þá munum við kveikja á kertunum á Molda og vera með flugeldasýningu eins og venjulega ásamt því að Jólasveinarnir munu horfa til byggða ofan af Há, til að geta veifað til barnanna miðvikudaginn 6. janúar kl. 19:00.
Bæjarbúar eru hvattir til að virða fjöldatakmarkanir og sóttvarnir, og vinsamlegast safnist ekki saman í hópum til að fylgjast með.
Á ÍBV sport er farið aðeins yfir sögu þrettándans í Eyjum
Þrettándagleði hefur verið haldin í Eyjum óslitið frá árinu 1948. Um 200 manns koma að hátíðinni þar sem Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll, álfar og aðrar kynjaverur kveðja jólahátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra.
Knattspyrnufélagið Týr tók við þrettándagleðinni í Eyjum árið 1948. Frá því að félögin Týr og Þór voru sameinuð undir merkjum ÍBV 1997 hefur íþróttafélagið haldið hátíðina. Kynslóð fram af kynslóð hafa Eyjamenn haldið þréttándahátíðinni gangandi. Nokkrir hópar koma að skipulagi og framkvæmd hátíðarinnar, má þar nefna blysgöngu jólasveina, gerð trölla og flugeldasýningar. Hátíðin er magnað sjónarspil og hvílir yfir henni mikil dulúð.þr