Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar 2022 frá fyrri umræðu
Óhætt er að líta björtum augum á horfur næsta árs
Atvinnuþátttaka í Vestmannaeyjum er góð og Hafrannsóknarstofnun gaf nýverið út stórauknar aflaheimildir fyrir loðnu á næsta ári, en enn þá má búast við að áhrif faraldursins gæti á fjárhag bæjarfélagsins með tilheyrandi áhrifum á rekstrarafkomu.
Tekjur eru þó alltaf varlega áætlar og það er svo líka í þessari áætlun. Gert er ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Bærinn mun áfram gera ráð fyrir myndarlegum fjárveitingum til framkvæmda, m.a. til að tryggja atvinnu og verkefnastöðu hjá fyrirtækjum í Vestmannaeyjum, en jafnframt til þess að ljúka við þær framkvæmdir sem voru á áætlun til þess að bæta þjónustu við bæjarbúa.